Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2014 | 14:00

GKG: Kristófer Orri bestur á 5. púttmóti barna og unglinga

Púttmót nr. 5 af 9 lauk laugardaginn 8. mars s.l.  í Kórnum, og voru 39 krakkar sem púttuðu að þessu sinni. Hægt er að sjá besta árangur í hverjum flokki hér fyrir neðan. Til að sjá úrslit allra keppenda SMELLIÐ HÉR: . Næsta mót fer fram  laugardaginn  22. mars í Kórnum þ.e. eftir 1 viku. Hægt er að pútta milli 11-13 og er þátttaka ókeypis.

Þau sem stóðu sig best í 5. púttmótinu 8. mars 2014:

12 ára og yngri stelpur
Gunnhildur S 28 pútt

12 ára og yngri strákar
Sigurður Arnar Garðarsson 28 pútt

13 – 15 ára strákar
Bjarni Þór Hafstein 28 pútt
Hilmar S. 28

16 – 18 ára piltar
Kristófer Orri Þórðarson 27 pútt