GKG: Úrvalshópur GKG hitti Charlotte Sörenstam í æfingaferð í Orlando
Valinn hópur fremstu kylfinga í GKG er þessa dagana í æfingaferð í Orlando í Flórída.
Skilyrði fyrir þátttöku í þessari ferð var að vera hluti af Afrekshópi GSÍ og hafa náð menntaskólaaldri.
Kylfingarnir eru að æfa og leika við frábærar aðstæður á Orlando svæðinu, og stendur æfingaferðin yfir í rúma viku.
Á æfingu í fyrradag (16. febrúar 2014) hittu þau Charlotte Sörenstam, sem rekur golfskóla á Reunion Resort, en hún er systir einnar af goðsögnum golfsins, Anniku Sörenstam.
Á meðfylgjandi mynd af úrvalshópnum vantar Ragnar Má Garðarsson, sem þurfti að yfirgefa hópinn og halda til golfliðs háskóla síns, McNeese, sem er við keppni í Texas. Á forsíðumyndinni eru frá vinstri: Emil Þór Ragnarsson, Aron Snær Júlíusson, Alfreð Brynjar Kristinsson, Egill Ragnar Gunnarsson, Særós Eva Óskarsdóttir, Charlotte Sörenstam, Gunnhildur Kristjánsdóttir, Kristófer Orri Þórðarson, Þórður Már Jóhannesson fararstjóri. Myndina tók Derrick Moore, afreksþjálfari GKG.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024