Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2012 | 11:00

GKJ: Ágúst Ársælsson og Elís Rúnar Elísson sigruðu í 1. maí móti GKJ – myndasería

Hið árlega 1. maí mót GKJ fór fram í gær og var fyrsta 18 holu mót ársins á Hlíðavelli. Veður til golfleiks var ágætt og vallaraðstæður góðar. Það voru líka 172 kylfingar, sem nutu þess að leika golf og skemmtu sér hið besta. Tjaldurinn var mættur á svæðið og eins gátu kylfingar fylgst með lítilli listflugvél sem hnitaði hringi upp á himninum öllum til skemmtunar.

Hér má sjá myndaseríu: 1. MAÍ MÓT GKJ

Helstu úrslit mótsins urðu þessi:

Höggleikur án forgjafar:

1. sæti Ágúst Ársælsson, GK, 77 högg (35 á seinni 9)

2. sæti Jón Snorri Halldórsson, GR, 77 högg (38 á seinni 9 – 26 á seinni 6)

3. sæti Rafn Stefán Rafnsson, GO, 77 högg (38 seinni 9 – 28 á seinni 6)

Þar sem allir voru farnir réðust úrslit á seinni 9 og svo síðustu 6 holunum.

 

Punktakeppni með forgjöf:

1. sæti Elís Rúnar Elísson, GKJ, 38 pkt.

2. sæti Páll Ólafsson, GK, 37 pkt.

3. sæti Hákon Gunnarsson, GKJ, 36 pkt.

 

Nándarverðlaun:

1. braut Ólafur Haukur Matthíasson, GR, 1,11 m frá holu

9. braut Birgir Guðbjörnsson, GKJ, 2,26 m frá holu

12. braut Guðmundur Jónsson, GKJ, 2,18 m frá holu

15. braut Þórður Ingi Jónsson, GK, 2,07 m frá holu

 

Lengsta teighögg á 2. braut:

Pétur Örn Guðmundsson, GKG