Golfskáli Golfklúbbs Siglufjarðar að Hóli. Að baki golfskálanum er ein 2. brautin sem er ein sérstakasta braut sem Guðmundur hefir spilað Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2012 | 09:45

GKS: Golfreglukvöld og almennur kynningarfundur

Föstudagskvöldið 25. maí kl 20:00 verður haldið golfreglukvöld og almennur kynningarfundur. Við sama tækifæri verður endurbættur golfskáli GKS að Hóli vígður og verður fundurinn haldinn þar. Endanleg dagskrá hefur ekki verið ákveðin en hún kemur í ljós þegar nær dregur.

Félagsmenn og aðrir sem hafa áhuga eru hvattir til að mæta á þessa kynningu og undirbúa sig þannig fyrir sumarið. Nýliðar eru sérstaklega hvattir til að mæta á kynninguna.

Drög að dagskrá.

  1. Leikhraði, siðareglur, umgengni. Hvernig getum við gert golfleikinn ánægjulegri fyrir alla?
  2. Uppbygging golfreglnanna og grundvallaratriði
  3. Helstu breytingar á golfreglunum 2012
  4. Nánari útlistun á reglum sem oft þarf að nota
  5. Hólsvöllur og golfreglurnar. Staðarreglur o.fl.
  6. Kynning á nýjum forgjafareglun GSÍ/EGA
  7. Kynning á Holukeppni GKS. Munur a reglum í holukeppni og höggleik (punktakeppni)
  8. Útreikningar vegna sveitakeppninar og í Rauðkumótaröðinni
  9. Umræður