Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2020 | 20:00

GKS: Úrslit úr 50 ára afmælismótinu

Golfklúbbur Siglufjarðar fagnaði 50 ára afmæli á þessu ári og var haldið afmælismót fyrir nákvæmlega 4 mánuðum, þ.e. 25. júlí 2020.

Til stóð að halda mótið á stofndegi klúbbsins 19. júlí, en fresta varð mótinu þá vegna veðurs.

Veður var lítt skárra þann 25. júlí – úrhellisrigning og aðeins 6°, 10 m/sek og það um hásumar.

Engu að síður luku 42 keppendur (13 kven- og 29 karlkylfingar) algjörar hetjur, keppni í mótinu, en keppnisfyrirkomulag, sem átti að vera  18 holu punktakeppni var breytt í 9 holu punktakeppni

Í karlaflokki sigraði Grétar Bragi Hallgrímsson, GKS með 19 pkt og í 2. sæti varð Þorsteinn Jóhannsson, GKS, með 18 pkt.

Í kvennaflokki sigraði Ragnheiður Ragnarsdóttir, GKG með 13 pkt. og í 2. sæti varð Hulda Guðveig Magnúsardóttir, GKS, með 12 pkt.

Sjá má öll úrslit í mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má umfjöllun um mótið á vefsíðunni hedinsfjodur.is með því að SMELLA HÉR: