Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2012 | 12:00

GL: Brotist inn í golfskála Golfklúbbsins Leynis

Brotist var inn á skrifstofu Golfklúbbsins Leynis á Garðavelli á Akranesi í fyrradag (þ.e. um nótt) og stolið þaðan splunkunýjum  tölvubúnaði sem unnið var hörðum höndum við að koma fyrir á skrifstofunni í fyrradag.

Þetta er í annað skiptið á  rúmum mánuði sem brotist er inn hjá Leyni og er málið til rannsóknar hjá lögreglunni á Akranesi.

Fólk sem hugsanlega hefur veitt athygli grunsamlegum mannaferðum við golfskálann eftir klukkan 11 í gærkveldi er beðið að hafa samband við lögreglu.

Heimild: Heimasíða GL