GL: Þórður Emil Ólafsson kjörinn formaður – 14,7 milljóna rekstrarhagnaður 2011
„Um 40 félagsmenn mættu á fundinn.
Formaður GL fór yfir liðið ár og las skýrslu stjórnar, fráfarandi gjaldkeri fór yfir reikninga GL.
Rekstur og efnahagur klúbbsins var jákvæður á síðasta ári og er rekstrarhagnaður um
14,7 milljónir króna. Efnahagur klúbbsins lítur vel út um þessar mundir. Eftir endurreikning og
afborganir þá stendur lán félagsins í 23,1 milljón eftir leiðréttingu höfuðstóls upp á 27,5 milljónir
og á sama tíma stendur handbært fé klúbbsins í 18,5 milljónum.
Skýrslu stjórnar og reikninga er að finna hér eða undir gl/skjöl/Aðalfundur GL á golf.is.
Félagsfundur samþykkti hækkun á árgjaldi GL um 4,6 % og verður fullt árgjald 2012 kr. 68.000.-
Kosning formanns, meðstjórnenda og varamanns í stjórn fór fram skv. 6. gr.
Stjórn GL fyrir starfsárið 2011 til 2012 er þannig skipuð:
Formaður Þórður Emil Ólafsson
Meðstjórnandi: Eiríkur Jónsson
Meðstjórnandi: Hörður Kári Jóhannesson
Meðstjórnandi: Tryggvi Bjarnason
Meðstjórnandi: Hannes Marinó Ellertsson
Varamaður: Ella María Gunnarsdóttir
Guðmundur Árnason hjá Dynax kynnti Nóra félaga- og innheimtu kerfi fyrir félagsmönnum.
Halldór Hallgrímsson kynnti hugmyndir um hugsanlega útfærslu á nýjum golfskála GL
Veittar voru eftirtaldar viðurkenningar:
Guðmundar og Óðinsbikarinn: Guðjón Viðar Guðjónsson – fyrir óeigingjarnt starf fyrir GL
Háttvísiverðlaun: 2011 GSÍ: Sindri Snær Alfreðsson
Forgj.framför 2011: Heimir Eir Lárusson
Bestu mætinguna í mót: Guðjón Svavar Böðvarsson 24 mót
Flesta skráða hringi Jóhannes Karl Engilbertsson 81 hring
Eins og áður segir er hægt að nálgast skýrslu stjórnar, allra nefnda og reikningahér eða undir gl/skjöl/Aðalfundur GL á golf.is.“
Heimild: Heimasíða GL
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024