Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2016 | 05:30

Glæsihýsi Rory til sölu á Írlandi!

Fyrrum heimili Rory McIlroy á Norður-Írlandi er nú til sölu og kostar litlar £2 milljónir.

Miðað við að gengið er 1 pund = 177 krónur þá er verðmiðinn  á eign Rory litlar 354 milljónir íslenskar krónur!

Rory hefir auðvitað um margt fleira að hugsa en söluna á fasteign sinni eftir að hafa mistekist Grand Slam-ið á Masters fyrr í mánuðnum.

En hvar er þetta glæsihýsi Rory?  Það var upprunalega hannað fyrir hann og er í þorpinu  Moneyreagh á Norður-Írlandi.

Á landareigninni, sem fylgir glæsihýsinu er m.a. golfæfingasvæði m.a. 4 æfingaflatir með grasi sem stenst kröfur US PGA.

Og ef golfáhugamönnum nægir ekki golfaðstaðan á landareiginni þá er vert að benda á að í nálægð við eign Rory, sem nú er til söu eru frábærir golfklúbbar þ.e. Castlereagh Hills Golf Club og Belvoir Park Golf Club.

Í glæsihýsi Rory eru m.a. 5 stofur með kalkveggjum og eikarparketti.

Eldhúsið er í svörtu Poggenpohl glossi og í því m.a. tvöfaldur Aga ofn.

Fimm svefnherbergi eru í húsinu og í aðalsvefnherberginu eru m.a. sérstök skápaherbergi fyrir hann og hana.

Á 15 ekru landareigninni eru vel við haldnar grasflatir, blómabeð og lýstir göngustígar.

Sjón er sögu ríkari og hér eru nokkrar myndir úr glæsihýsi Rory í Moneyreagh:

1-a-1

1-a-2

1-a-3

1-a-4

1-a-5

1-a-6

1-a-7