GM Íslandsmeistarar á Íslandsmóti golfklúbba í fl. 18 ára og yngri pilta
Íslandsmót golfklúbba hjá 18 ára og yngri piltum, fór fram á Þorlákshafnarvelli 27.-29. júní 2019.
Íslandsmeistarar í flokki 18 ára og yngri pilta á Íslandsmóti golfklúbba varð lið Golfklúbbs Mosfellsbæjar (GM), sem var skipað eftirfarandi leikmönnum:
Andri Már Guðmundsson
Aron Ingi Hákonarson
Ingi Þór Ólafsson
Kristófer Karl Karlsson
Fyrsta keppnisdag var spilaður höggleikur og eftir það raðað í riðla. Tveir úr A-sveit GM vöktu þá þegar athygli; Kristófer Karl Karlsson sem lék á 2. besta skorinu 67 stórglæsilegum höggum og Ingi Þór Ólafsson sem varð T-3 í höggleikshlutanum á 68 glæsihöggum. Á besta skorinu var Aron Emil Gunnarsson GOS á ótrúlega flottum 66 höggum!!!
Úrslitaviðureignin í holukeppnishlutanum var milli A-sveitar GM og GR Korpu.
Í fjórmenningnum sigraði lið A-sveitar GM skipað þeim Andra Má Guðmundssyni og Aron Inga Hákonarsyni liðstvennd GR-ingana Böðvar Braga Pálsson og Tómas Eiríksson naumlega og fóru leikar á 19. holu.
Í tvímenningshlutanum fóru leikar á eftirfarandi máta:
Kristófer Karl Karlsson, GM, sigraði í viðureign sinni við Sigurð Blumenstein, GR og enn fóru leikar á 19. holu og sigurinn naumur.
Ingi Þór Ólafsson GM tapaði viðureign sinni fyrir Dagbjarti Sigurbrandssyni, GR 5&4.
Lokastaðan í flokki 18 ára og yngri pilta var eftirfarandi:
1 Golfklúbbur Mosfellsbæjar (A)
2 Golfklúbbur Reykjavíkur Korpa
3 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (A)
4 Golfklúbbur Akureyrar
5 Golfklúbburinn Keilir
6 Nesklúbburin
7 Golfklúbbur Reykjavíkur Grafarholt
8 Golfklúbbur Suðurnesja
9 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (B)
10 Golfklúbbur Selfoss
11 Golfklúbbur Mosfellsbæjar (B)
12 Golfklúbbur Vestmannaeyja
13 Golfklúbburinn Leynir
Golf1 óskar Íslandsmeisturum GM innilega til hamingju!!!
Í aðalmyndaglugga: Íslandsmeistarar GM á Íslandsmóti golfklúbba í fl. 18 ára og yngri pilta
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024