Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2019 | 22:00

GM: Tómas sigurvegari Unglingaeinvígisins 2019

Titleist Unglingaeinvígið fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í dag. Þetta er 15. skiptið sem Unglingaeinvígið er haldið, en mótið er á vegum Golfklúbbs Mosfellsbæjar.

Titleist Unglingaeinvígið er boðsmót þar sem leikmenn vinna sér inn þátttökurétt með góðum árangri á Unglingamótaröð GSÍ auk þess sem klúbbmeisturum GM er boðin þátttaka.

Þrír keppendur komust áfram úr hverjum flokki í lokaeinvígið, en aðstæður voru krefjandi.

Mótið var leikið eftir shoot out fyrirkomulagi þar sem 10 leikmenn hófu leik og datt einn leikmaður út á hverri holu þar til Tómas Eiríksson Hjaltested stóð uppi sem sigurvegari. Tómas lék stórkostlegt golf á lokaholunum en hann fékk fugl á fjórar síðustu holurnar.

Lokastaðan í Titleist Unglingaeinvíginu 2019

1.Tómas Eiríksson Hjaltested GR
2.Dagbjartur Sigurbrandsson GR
3.Aron Ingi Hákonarson GM
4.Perla Sól Sigurbrandsóttir GR
5.Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR
6.Helga Signý Pálsdóttir GR
7.Finnur Gauti Vilhelmsson GR
8.Guðjón Frans Halldórsson GKG
9.Kristófer Karl Karlsson GM
10.Böðvar Bragi Pálsson GR

Sigurvegarar mótsins frá upphafi eru:

2005 – Sveinn Ísleifsson
2006 – Guðni Fannar Carrico
2007 – Andri Þór Björnsson
2008 – Guðjón Ingi Kristjánsson
2009 – Andri Már Óskarsson
2010 – Guðrún Brá Björgvinsdóttir
2011 – Ragnar Már Garðarson
2012 – Aron Snær Júlíusson
2013 – Ingvar Andri Magnússon
2014 – Ingvar Andri Magnússon
2015 – Björn Óskar Guðjónsson
2016 – Henning Darri Þórðarson
2017 – Ragnar Már Ríkarðsson
2018 – Dagbjartur Sigurbrandsson
2019 – Tómas Eiríksson Hjaltested

Í aðalmyndaglugga: Verðlaunahafar í Unglingaeinvíginu í Mos 2019. Mynd: GM