Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2012 | 08:45

GO: Helgi Anton Eiríksson og Stefán Einar Stefánsson sigruðu á Tag Heuer/Wilson Staff

Á fimmtudaginn s.l., 26. júlí 2012,  fór fram Tag Heuer/Wilson Staff mótið á Urriðavelli.  Þátttakendur voru 81 og undu þér sér hið besta í einu besta veðri sumarsins. Keppt var í höggleik án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Veitt voru 3 glæsileg verðlaun í hvorum flokki, 1. sæti 40.000 króna vöruúttekt frá Leonard; 2. sæti 30.000 króna vöruúttekt frá Leonard og 3. sæti 20.000 króna vöruúttekt frá Leonard. Sami kylfingur gat ekki tekið við verðlaunum í báðum flokkum.

Á besta skorinu í mótinu var Helgi Anton Eiríksson, GV og var hann líka með flesta punktana 38 en tók ekki verðlaun fyrir þá, líkt og þeir sem voru á 2. og 3. besta skorinu; þ.e. Hallur Dan Johansen (76 högg & 38 pkt) og Kári Örn Hinriksson, GKJ (77 högg og 37 pkt).  Það var því Stefán Einar Stefánsson, GO, sem vann punktakeppnina á 35 punktum.

Helstu úrslit urðu eftirfarandi:

Höggleikur án  forgjafar:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 Alls Mismunur
1 Helgi Anton Eiríksson GV 3 F 34 38 72 1 72 72 1
2 Hallur Dan Johansen NK 6 F 34 42 76 5 76 76 5
3 Kári Örn Hinriksson GKJ 7 F 35 42 77 6 77 77 6

 

Punktakeppni með forgjöf: 

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls H1
CSA leiðréttingar fyrir Stableford keppnir +3
1 Helgi Anton Eiríksson GV 3 F 21 17 38 38 38
2 Hallur Dan Johansen NK 6 F 22 16 38 38 38
3 Kári Örn Hinriksson GKJ 7 F 22 15 37 37 37
4 Stefán Einar Stefánsson GO 12 F 16 19 35 35 35
5 Einar Helgi Jónsson GK 10 F 23 12 35 35 35
6 Sævar Freyr Reynisson GJÓ 13 F 19 15 34 34 34