Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2012 | 08:30

GO: Kári, Birna og Hilmar Leó efst á 2. púttmóti GO

Á heimasíðu Golfklúbbsins Odds er eftirfarandi úrslitafrétt af púttmótaröð Odds, en 2. umferð var spiluð s.l. laugardag 28. janúar 2012:

„Tuttugu og níu þátttakendur skiluðu inn skorkorti, sem er met mæting þetta árið og gaman að sjá klúbbfélaga virka í félagsstarfi.  Ágóðinn af mótinu og mótaröðinni mun renna í sjóði unglingastarfsins og kunna þau þeim sem lögðu leið sína í Kauptúnið bestu þakkir og vonast til að sjá keppendur og fleirri aftur næsta laugardag.
Eins og áður hefur verið kynnt þá er fyrirkomulagið þannig að 10 umferðir eru leiknar og telja 5 bestu umferðirnar. Úr þessum 5 umferðum verða svo krýndir púttmeistarar karla, kvenna og unglinga (15 ára og yngri). Helstu úrslit úr öðru mótinu voru eftirfarandi:

Karlar:
1. sæti   Kári Ellertsson 27 pútt ( -6 á seinni)
2. sæti  Sigurður Sigurðsson  27 pútt (-3 á seinni)
3. Sæti   Ottó Axel Bjartmarz 28 pútt

Konur.
1. sæti  Birna Bjarnþórsdóttir 31 pútt
2. sæti  Laufey Sigurðardóttir 32 pútt (-2 á seinni)
3. sæti  Auður Skúladóttir  32 pútt (-1 á seinni)

Unglingaflokkur:
1. sæti Hilmar Leó Guðmundsson 31 pútt
2. sæti Magnús Skúli Magnússon 39 pútt

Við minnum svo á að næsta mót er Laugardaginn 4. febrúar frá kl. 10:00 – 14:00 á opnunartíma hússins við Kauptún.“