Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2024 | 21:15

GÖ: Tveir ásar!!!

Eins og mörg undanfarin var Smart#3 frá Öskju í verðlaun fyrir þann sem fyrstur færi holu í höggi á 18. braut í Stóra GÖ 66° Norður mótinu um Verslunarmannahelgina sl. (3. ágúst 2024) Smart #3 er frábær rafbíll frá Öskju. Hann er með allt að 450 km drægni á rafmagni og hraðhleðslu. Bíllinn er að verðmæti 5,900,000 krónur og því var til mikils að vinna.

Smart 3

Í mótinu kom vissulega ás …. bara ekki á 18. braut. Það var Sigurbjörn Ásgeirsson, sem fékk ás á 2. braut og óskar Golf 1 honum til hamingju með draumahöggið!!!

Ásinn á 18. kom degi eftir mótið, þ.e. sunnudaginn 4. ágúst 2024. Það var Örn Guðmundsson sem fékk ásinn á 18. braut og hefði hann alveg mátt koma degi fyrr!!! Golf 1 óskar Erni til hamingju með ásinn!!!

Í aðalmyndaglugga: Örn Guðmundsson, GÖ, Einherji.