Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2012 | 12:30

GO: Tvö góð mót á Urriðavelli – Tag Heuer/ Wilson Staff Open á morgun og Lífróður Samhjálpar-mótið nú á laugardaginn 28. júlí

Eftirfarandi fréttatilkynning barst Golf 1:

„Urriðavöllur hefur sjaldan eða aldrei verið í eins góðu ástandi og við  viljum hvetja kylfinga til að taka þátt í tveimur mótum GO, sem framundan eru.

MÓT NR. 1:

Fimmtudaginn 26. júlí er Tag Heuer/Wilson Staff Open á Urriðavelli. Ræst út af öllum teigum kl. 13:00. Mæting klukkan 12:00. Keppt er í höggleik án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Verðlaun eru eftirfarandi í hvorum flokki.

1. sæti – 40.000 kr. vöruúttekt í Leonard.
2. sæti – 30.000 kr. vöruúttekt í Leonard.
3. sæti – 20.000 kr. vöruúttekt í Leonard.

Nándarverðlaun: Næstur holu á 4. og 15. braut. Næstur miðju á 10. braut.

MÓT NR. 2:

Laugardaginn 28. Júlí er Styrktarmót Samhjálpar, við viljum sérstaklega hvetja fólk til að styrkja þetta góða málefni. Ræst er út í mótið á rástímum frá klukkan 08:00 – 15:00

Lífróður Samhjálpar.
Styrktarmótið í ár er hluti af lífróðri Samhjálpar sem rekur meðal annars Kaffistofu Samhjálpar sem er mikilvægt samfélagsverkefni sem ekki má leggjast af. Samhjálp rekur einnig meðferðarheimilð Hlaðgerðarkot og áfangaheimilin Brú ogSpor, Gistiskýlið Þingholtsstræti og áfangaúræðið Miklubraut 18

Leikfyrirkomulag:
Keppt verður í bæði í höggleik og punktakeppni í karla og kvennaflokki. Glæsileg verðlaun.

Teiggjöf að verðmæti: 5500 kr.

Höggleikur án forgjafar:
Karlar:
1.sæti: 50.000 kr inneign í Herragarðinum
2.sæti: 30.000 kr inneign
3.sæti: 10.000 kr inneign

Konur:
1.sæti: 50.000 kr inneign í Bossbúðinni
2.sæti: 30.000 kr inneign
3.sæti: 10.000 kr inneign

Punktakeppni með fullri forgjöf:
Karlar:

1.sæti: 50.000 kr inneign í Herragarðinum
2.sæti: 30.000 kr inneign
3.sæti: 10.000 kr inneign

Konur:
1.sæti: 50.000 kr inneign í Bossbúðinni
2.sæti: 30.000 kr inneign
3.sæti: 10.000 kr inneign

ATH: Ekki er hægt að vinna verðlaun í báðum forgjafaflokkum. 

Nándarverðlaun á 4. 8. 13. og 15. braut bæði karla og kvenna!
Lengsta teighögg karla á 10. og 14. braut.
Lengsta teighögg kvenna á 7. og 9. braut.
Það holl sem kemur með flestu punkta inn verður heiðrað.
Það holl sem kemur með besta skor inn verður heiðrað.
Verðlaunaathöfnin hefst kl. 20.00
Söngatriði frá frábæru tólistarfólki og rómuð stemmning og ljúf í skálanum eftir frábæran dag.
Ykkar framlag er mikils virði. Takk fyrir þáttökuna!

Starfsfólk Urriðavallar.“