Golfgrín á föstudegi
Maðurinn minn segir að ég verði að velja milli hans eða golfsins…. ég held ég muni sakna hans mikið!
———————————
Einn á ensku:
———————————
Ástríðukylfingur spyr spákonu að því hvort ekki séu golfvellir á himnum. „Ég er með góða og slæmar fréttir fyrir þig!“ sagði spákonan. „Góða fréttin er sú að golfvellirnir á himnum eru algjörlega himneskir; slæma fréttin er sú að þú átt rástíma þar, kl. 8:30 í fyrramálið!!!“
———————————
Tveir kylfingar spila saman í rigningu og fremur hvössu veðri. Segir einn kylfingurinn við hinn: „Hugsaðu þér, konan mín bað mig virkilega að hjálpa sér í garðinum …. og það í þessu skítaveðri!!!“
_____________________
Fjórir menn spiluðu saman golf. Þrír fóru beint á teig en sá fjórði átti erindi inn í klúbbhúsið því hann átti eftir að greiða vallargjaldið.
Mennirnir þrír fóru að monta sig af sonum sínum. Sá fyrsti sagði: „Sonur minn er arkítekt og hann er búinn að græða svo mikið að hann gaf vini sínum æðislegt einbýlishús núna um daginn!“
Annar maðurinn gat ekki verið minni maður og montaði sig af syni sínum. „Hann er bílasölumaður,“ sagði hann „Hann á núna risafyrirtæki og selur svo mikið að hann gat gefið vini sínum glænýjan Mercedes Benz beint úr kassanum!“
Sá þriðji lét ekki segja sér það tvisvar að monta af stráknum sínum: „Hann er veðbréfamiðlari og er svo góður að hann gaf vini sínum verðmætt verðbréfasafn núna um daginn!“
Nú kom fjórði maðurinn hlaupandi úr klúbbhúsinu. Þá sagði einn mannanna: „Við vorum að tala um syni okkar. Hvað gerir þinn sonur?“ „Tja, vitiði“ sagði sá fjórði. „Sonur minn er hommi og hann er gó-gó dansari á hommabar.“
Hinir þrír hljóðnuðu, hneykslaðir. Sá fjórði hélt áfram: „Ég er ekkert sérlega hrifinn af starfi hans, en hann virðist vera að gera góða hluti. Síðustu þrír vinir hans, sem hann var með, gáfu honum æðislegt einbýlishús, glænýjan Mercedes og vermætt verðbréfasafn!!!“
—————————————–
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024