Golfgrín á föstudegi
1) Hjónin spila saman golf. Hann er sífellt að finna að höggum hennar. Og allt í einu ….. á par-3 holunni … fær hún ÁS …. Holu í höggi!!! Hún snýr sér við í von um að fá hrós. Hann: „Ef þú slærð svona lærirðu aldrei að pútta!!!“
2) Tvær konur spjalla saman á 19. holunni í Golfklúbbnum. „Hefurðu heyrt þetta um Veróníku?“ sagði ein. „Nei, hvað er með hana?“ „Hún á að hafa myrt mann sinn og hún er nú í gæsluvarðhaldi.“ „Í alvöru? Hvernig fór hún að því?“ „Með golfkylfu!“ „Áhugavert! Hvað þurfti hún að slá mörg högg?“
3) Jói talar við boltann sinn, tekur mikla aftursveiflu en eitthvað fer úrskeiðis. Hann opnar kylfuna of mikið og boltinn slæsast til hægri … á næstu braut og hittir mann sem fellur til jarðar. Jói og félagi hans hlaupa að manninum sem liggur meðvitundarlaus á jörðinni. Milli læra hans liggur bolti Jóa. „Ó jeminn“ segir Jói, „hvað nú?“ „Hreyfðu hann ekki“ ráðleggur félagi hans „ef þú lætur hann liggja hér í friði, hlýtur hann að verða að óhreyfanlegri hindrun og þú getur droppað bolta þínum vítislaust!!!“
4) Kylfingur kemur í golfverslun. „Eruð þið með græna bolta? Verslunarmaðurinn svipast um í hillum, blaðar í pöntunarlistum, hringir í nokkra umboðsaðila en verður að snúa aftur og segir: „Nei, því miður ekki.“ Ergilegur fer kylfingurinn í átt að útganginum en þá hrópar verslunarmaðurinn: „Af hverju þurfa þeir endilega að vera grænir?“ „Það er augljóst. Vegna þess að maður finnur þá betur í sandinum!“
5) Hjúkrunarkonan spyr: „Hver er í skurðaðgerð?“ „Það er maður sem gleypti golfbolta fyrir klukkustund.“ „Og hver er það sem bíður frammi?“ „Það er eigandi boltans. Hann er að bíða eftir boltanum, til þess að hann geti haldið áfram að spila!“
6) Kona kemur geislandi glöð heim af golfvellinum.„Hvað er í gangi?“ spyr eiginmaður hennar. „Elskan, veistu hvað golfkennarinn sagði við mig? Hann sagði: „Þú ert með fótleggi eins og tvítug stelpa!“ Frá eiginmanninum koma einhver torkennileg hljóð. „Síðan sagði hann“ heldur hún áfram „Þú ert með brjóst eins og þrítug kona!“ „Og um fertuga rassgatið þitt hafið þið ekkert talað?“ spyr hann ergilegur. „Nei, ástin mín, við vorum ekkert að tala um þig“ 🙂
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024