Golfgrín á laugardegi
1. Guð og Lykla-Pétur spila saman golf. Guð fær að slá fyrsta höggið. Höggið er beint og fallegt og stefnir beint á fyrstu holuna. Fyrir framan holuna situr mús. Hún sér boltann og gleypir hann. Á sama augnabliki stekkur köttur fram og gleypir músina. Þetta sér örn sem svífur yfir vellinum, en hann steypir sér niður og grípur köttinn. Skyndilega lýstur eldingu og rífur í sundur örninn og bráð hans. Golfboltinn fellur nákvæmlega í holuna. Þá segir Lykla-Pétur við Guð: „Er þetta djók eða erum við að spila golf?“
2. Hjón sem hafa verið gift í óratíma spila saman golf. Þegar þau koma á 18. holu á hún eftir 15 metra pútt fyrir erni. Hún: „Oh, ég myndi deyja, ef ég set þetta niður.“ Hann: „Elskan, þetta er gefið.“
3. Eiginmaðurinn: „Ég fékk golfkylfur fyrir konuna mína.“ Spilafélaginn: „Það voru góð skipti!“
4. Kylfingur slær bolta sínum í gjá. Hann stekkur eftir boltanum sínum og hverfur augum meðspilara síns. Í gjánni heyrist í höggi, höggi, höggi. Síðan endurtekur það sig og síðan aftur. Meðspilarinn þegar kylfingurinn prílar upp úr gjánni: „Jæja, voru þetta 9 högg?“ „Nei, þrjú, sex voru bergmál.“
5. Fjórir læknar spila saman golf á hverjum miðvikudagseftirmiðdegi og hittast nákvæmlega kl. 14:00. Jonni tilkynnir félögunum að hann verði að afboða, næsta miðvikudag sé silfurbrúðkaup hans og konan hafi beðið hann um að verða eftir heima.
Þegar klukkuna vantar nokkrar mínútur í tvö miðvikudaginn umrædda hringir síminn heima hjá Jonna. Pétur yfirlæknir: „Þú VERÐUR að koma, veðrið er æðislegt og án þín er þetta bara ekki það sama; Við stöndum hér allir þrír á fyrsta teig.“
Jonni við konuna sína: „Mér þykir svo fyrir þessu, ég bara verð að fara. Pétur yfirlæknir hringdi í mig og ég á að koma, þetta hlýtur að vera alvarlegt, þrír kollegar eru komnir á staðinn.“
6. Golfvinirnir eru við gröf spilafélaga síns. Einn þeirra hendir flaggi ofan í gröfina. Segja hinir tveir: „Hey, hvað í ósköpunum ertu að gera?“ Vinurinn: „Hann sagði alltaf að hann vildi að hann steinlægi við flaggið!“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024