Golfgrín á laugardegi
Nr. 1
Hjónin spila golf. Milli holu 5 og 6 spyr hún: „Þegar ég dey, myndirðu vera sorgmæddur?“
„Auðvitað ástin mín!“
Milli holu 6 og 7 spyr hún aftur: „Og myndir þú kvænast aftur?“
„Já ef sú rétta kæmi, kannski!“
Milli holu 7 og 8 spyr hún: „Myndirðu láta hana spila með golfkylfunum mínum?“
Hann: „Nei, hún er örvhent!!!“
Nr. 2
Bissnessmaðurinn pikkar upp fallega japanska stúlku á diskóteki og seinna um nóttina fara þau upp á hótelherbergið hans og eru í miðjum klíðum þegar hún hrópar „haí to!!!“ „haí to!!!“. Hann heldur að hann sé svona bara svona frábær.
Næsta dag er bissnessmaðurinn okkar að spila golf með japönskum manni, sem hann á í viðskiptum við og þeim síðarnefnda tekst alveg ótrúlegt högg. Til þess að sýna þeim japanska að hann sé nú þessi frábæri heimsmaður sem hann er reynir hann að beita fyrir sér japönskunni, sem hann lærði nóttina þar áður. „Haí to!!“ æpir hann. Japaninn: „Hvað meinarðu – vitlaus hola?“
Nr. 3
Maður stendur á teig og talar mínútum saman við boltann sinn, vaggar til og frá, hendir upp grasstráum til að kanna vindáttina; stillir aftur upp o.s.frv. Eftir nokkrar mínútur er golffélögunum farið að leiðast og einn þeirra segir: „Segðu okkur, ætlar þú ekki að fara að slá?“ Maðurinn: „Ég verð að ná alveg sérstaklega góðu höggi vegna þess að þarna á klúbbhússvölunum stendur konan mín og horfir á mig!“ Hinn: „Heyrðu, ekkert mont!! Af þessari fjarlægð hittir Tiger Woods hana ekki einu sinni!“
Nr. 4
Skipbrotsmaður er búinn að vera ófundinn á eyðieyju árum saman. Eitt sinn stendur allt í einu frammi fyrir honum kona í kafarabúningi. „Hvað er langt síðan að þú hefir reykt eina?“ spyr sú ljóshærða, sem hann sér nú að er ákaflega íturvaxtinn og íðilfögur. Maðurinn svarar: „Tíu ár.“ Hún opnar vasa á kafarabúningi sínum og dregur fram pakka af sígarettum. Maðurinn kveikir sér í einni og segir síðan: „Jeminn, hvað þetta er gott!“
„Hvað er langt síðan að þú hefir drukkið vískí? spyr konan nú. Skipbrotsmaðurinn okkar svarar: „Tíu ár.“ Hún dregur fram vískíflösku úr kafara- búningnum og gefur honum. Viðkvæðið: „Jeminn, þetta er æðislegt á bragðið!“
Síðan rennir hún hægt niður rennilásnum á blautum ytri kafarabúningi sínum og segir lostug um leið og hún sleikir á sér varirnar: „Hversu langt er síðan að þú hefir skemmt þér almennilega?“
Maðurinn: „Vaaaááá, þú ert þó ekki að segja að þú sért með golfkylfur og bolta með þér?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024