Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2013 | 20:25

Golfgrín á laugardegi

Hér er einn sem á víst að vera sannsögulegur.

Kylfingurinn snjalli Lee Trevino var eitt sinn að slá garðinn heima hjá sér.

Lee Trevino

Lee Trevino

Fyrir þá sem ekki vita hver Lee er þá er hann fæddur 1. desember 1939 og því nýorðinn 73 ára.

Hann gerðist atvinnumaður 1980 og hefir unnið 89 sinnum á ferli sínum þar af 29 sinnum á PGA Tour (og er í 19. sæti yfir þá sem unnið hafa oftast á PGA Tour). Þar af hefir Lee 6 sinnum unnið á risamótum: Opna bandaríska 1968 og 1971; PGA Championship 1974 og 1984 og Opna breska 1971 og 1972. Eina risamótið sem hann vann aldrei á var the Masters en besti árangurinn þar var T-10.

Lee er af mexíkönsku bergi brotinn og hlaut viðurnefnið „The Merry Mex“ og „Supermex“ á túrnum.

Þarna sem hann er að vinna í garðinum kemur kona keyrandi framhjá og heldur að Lee sé garðyrkjumaðurinn í þessu stóra og flotta húsi.  Hún skrúfar niður rúðuna og spyr: „Hvað tekurðu fyrir að slá garðinn?“

Lee á að hafa svarað: „Konan í húsinu sefur hjá mér!“  Konan í bílnum á víst að hafa komið sér sem snarast í burtu!

Lee Trevino og „konan sem hann sefur hjá" eiginkonan, Claudia, sem hann á 6 börn með!

Lee Trevino og „konan sem hann sefur hjá“ eiginkonan, Claudia, sem hann á 6 börn með!