Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2014 | 22:00

Golfgrín á sunnudegi

Lítil, gömul kona gengur eftir gangstétt og dregur á eftir sér tvo stóra, svarta plastpoka.

Öðru hverju flýgur $ 20 dollara seðill út um gat á öðrum pokanum.

Lögreglan stöðvar litlu, gömlu konuna vegna gruns um að hún sé með þýfi í pokunum.

Lögreglan: „Gerir þú þér grein fyrir að það fljúga 20 dollara seðlar út um gat á öðrum pokanum þínum?“

Konan hlær.

Konan: „Það er nú saga að segja frá því. Þannig er nefnilega mál með vexti að húsið mitt er staðsett við golfvöll. Ég er að reyna að rækta blóm, en kylfingarnir eru svo ósvífnir að gera þarfir sínar á blómin mín og fyrir utan óþefin af þessu þá er það versta að þau visna og ekkert vex.  Þannig að ég varð að gera eitthvað!“

Lögreglan: „Nú , hvað gerðirðu?“

Litla, gamla konan: „Næst þegar enn einn ósvífni kylfingurinn ætlaði að athafna sig í blómagarðinum mínum, greip ég gegnum runnann, þéttingsfast í liminn á honum og hótaði honum að skera undan honum með garðklippunum mínum, ef hann borgaði mér ekki $20.

„Pokinn er stútfullur af þessum hlandtolli!“

Lögreglan: „En hvað ertu þá með í hinum pokanum?“

Litla, gamla konan: „Ja…. það borguðu ekki allir!!!¨