Golfið er fjölskyldusport hjá Lexi sem er efst þegar Navistar Classic er hálfnað
Lexi Thompson, 17 ára, leiðir þegar Navistar LPGA Classic er hálfnað á 12 undir pari. Ekki er ætlunin að skrifa milliúrslitafrétt í mótinu, þar sem kylfingar á borð við Michelle Wie komust ekki einu sinni í gegnum niðurskurð, að öðru leyti en því að vísa til skortöflunnar, sem sjá má með því að SMELLA HÉR:
Hins vegar er ætlunin að beina sjónum að efstu konunni á skortöflunni. Hún ólst upp í litlum bæ í Flórída, Coral Springs og fjölskyldusportið var allt frá blautu barnsbeini, að spila golf á nærliggjandi golfvelli, TPC Eagle Trace. Jafnvel þó að á yfirborðinu hafi virtst sem um sakleysislegt fjölskyldupikknikk væri að ræða þar sem spilað var svolítið golf, segir Lexi að svo hafi aldrei verið.
Aldrei nokkurn tímann.
„Þegar við erum öll heima spilum við a.m.k. 18 holur eða meira á hverjum degi,“ segir Lexi um keppnir innan fjölskyldunnar. „Það eru í gangi vippkepnir, púttkeppnir, drævkeppnir svolítið af öllu. Og það er alltaf mikill ákafi í öllum.“
Lexi er yngsta og eina dóttir Scott og Judy Thompson, Lexi ólst upp við að horfa á eldri bræður sína Nicholas, 29 ára og Curtis, 19 ára – keppa á golfmótum um alla Flórída. Og það leið ekki á löng að Lexi var farin að fara með þeim á golfvöllinn, en fyrstu kylfuna fékk hún 5 ára og ári síðar var hún farin að keppa.
Ástríðu fjölskyldunnar má e.t.v. rekja til hæfileika Judy, en hún var góður kylfingur sem unglingur og í háskóla og svo bætist við keppnisgleði Scott. Þessi samsetning leiddi til þess að ungu Thomsponarnir hlutu mikla hvatningu og tóku skjótum framförum á golfferlum sínum. Nicholas var í liði Georgia Tech Bulldog á háskólaárum sínum og tók þátt í ACC Championship liðakepnninni 2002. Hann gerðist atvinnumaður í golfi stuttu eftir að hann útskrifaðist. Hann hefir bæði spilað á PGA og Nationwide Tours, meðan Curtis er sem stendur í háskólagolfinu og spilar með liði LSU Tigers.
Lexi segir að árangur bræðra hennar hafi hvatt hana til þess að taka golfið sterkum tökum.
„Ég hef alltaf litið upp til bræðra minna,“ segir Lexi. „Ég reyni bara að feta í þeirra fótspor og þeir hafa alltaf verið þarna fyrir mig og hafa stutt mig. Það hefir mikla þýðingu. Ég get alltaf farið til þeirra ef ég þarfnast hjálpar.“
Aðeins 17 ára er Lexi þegar kominn með feril sem er ólíkur flestum öðrum, hún á mörg heimsmet og er sem stendur yngsti keppandi með kort á LPGA.
Hún keppti fyrst á LPGA móti þegar hún ávann sér rétt til keppni í Opna bandaríska risamótinu 2007 þá aðeins 12 ára. Næstu 2 ár keppti Lexi í 8 mótum og varð tvívegis meðal 10 efstu, þ.á.m. varð hún T-2 í Evian Masters styrktu af Société Générale og T-10 á Opna bandaríska kvenrisamótinu (U.S. Women’s Open).
En það var ekki fyrr en í fyrra sem hún kom öllum á óvart á Navistar LPGA Classic. Á því móti setti hún aldursmet, þar sem hún var yngsti sigurvegarinn á LPGA móti, aðeins 16 ára 7 mánaða og 8 daga gömul. Það met Lexi, var slegið af miklum aðdáenda hennar, Lydíu Ko frá Nýja-Sjálandi sem vann 15 ára CN Canadian Women’s Open, nú í ár. Eftir frammistöðu sína í Alabama, fór Lexi fram á undanþágu til að mega spila á LPGA, þar sem aldursmarkið er 18 ára til að mega spila á LPGA og þá undanþágu veitti Mike Whan, framkvæmdastjóri LPGA, henni í haust.
Eftir viðburðaríkt keppnistímabil 2011, segir Lexi að öll erfiðisvinnan sem unglingur hafi fyllilega borgað sig.
„Þau hafa mikla þýðingu fyrir mig,“ segir Lexi um metin sem hún á. „Ég hef unnið mikið allt mitt líf og þetta voru markmið mín. Ég fer inn í hvert mót og býst við því að vinna og ég var ánægð að það borgaði sig í nokkrar vikur. Vonandi get ég sigrað meira a.m.k. held ég áfram að vinna hörðum höndum að því.“
Eftir stjörnuframmistöðu Lexi í Alabama voru menn fljótir að segja hana vera framtíð Bandaríkjanna í golfi, sem olli nokkurri pressu á nýliðaári hennar. En Lexi heldur áfram að koma öllum á óvart en sem stendur er hún í 2. sæti í keppninni um að hljóta Louise Suggs nýliðaverðlaun LPGA á eftir So Yeon Ryu og er í 29. sæti á peningalistanum með verðlaunafé upp á $326,135.
„Mér finnst nýliðaárið mitt hafa gengið ansi vel,“ segir Lexi. „Ég átti góðan endasprett á Mobile Bay Classic, þannig að það var gaman. Ég hef átt í erfiðleikum undanfarnar vikur og hef stundum ekki komist í gegnum niðurskurð en ég er að vinna í leik mínum núna og að reyna að öðlast sjálfstraust og bara skemmta mér aftur. Það gengur vel í heildina tekið þannig að nú tek ég bara framförum.“
Með svo mikið af afrekum í beltinu þá lítur Lexi fram á við til þess að halda í þann árangur og planar langan LPGA feril.
„Í þessari löngu ferð sem er framundan þá hlakka ég mest til þess að sjá staðina sem ég fæ að sjá og golfvellinum sem ég fæ að spila á,“ segir Lexi. „Í síðustu viku spilaði ég í fyrsta sinn á Opna breska kvenrisamótinu þannig að það var spennandi. Að fá reynsluna er frábært og vonandi get ég náð því besta úr mér og sigrað á leiðinni. „
Heimild: LPGA
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024