Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2020 | 04:30

Golfleikfimi heima – Myndsskeið

Nú þegar kórónavírusinn hefir haft þær afleiðingar að milljónir manna um heim allan eru heima við, til að forðast vírusinn eða eru í sóttkví, einangrun eða jafnvel útgöngubanni þá er óþarfi að láta sér leiðast.

Þessi faraldur mun ná hápunkti og síðan ganga yfir og heyra sögunni til!

Í millitíðinni er óþarfi að láta sér leiðast – það er um að gera að NOTA tímann … til að gera alla þá hluti sem maður ætlaði þegar maður hefði meiri tíma heima við.

Það eru forréttindi að fá að verja meiri tíma með fjölskyldunni eða sinna áhugamálunum. Ef áhugasviðið er golf, þá er um að gera að byggja sig upp með líkamsrækt og undirbúa sig fyrir komandi golfvertíð!

Í fréttum í gær var að pantanir í allskyns líkamsræktarvörur væru að hrúgast upp.  Það þarf alls ekki dýrar líkamsræktarvörur til þess að halda sér í formi og gera æfingar, sem eru sérlega góðar fyrir kylfinga.

Hér er eitt líkamsræktarmyndskeið sem er sértaklega stílað á kylfinga og engra sérstakra tækja þarf til að gera, annarra en þá sem kylfingar ættu að eiga heima hjá sér SMELLIÐ HÉR: