Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2019 | 18:30

Golfreglur: R&A og USGA skýra „kaddýregluna“

Stjórnsýsla golfsins R&A á St. Andrews og bandaríska golfsambandið, USGA hafa tilkynnt að nýju reglunni sem varðar kaddýa sem hjálpa kylfingum sínum að stilla sér upp hafi opinberlega verið breytt.

Reglubreytingin kemur í kjölfar þess að kínverski kylfingurinn Haotong Li fékk á sig 2 högga víti vegna brots á reglunni í Dubai og Denny McCarthy í Phoenix á PGA Tour þ.e. á Waste Management Phoenix Open, en hvorutveggja hlaut mikla gagnrýni bæði á golf- og félagsmiðlum, bæði frá golfáhangendum, sem atvinnukylfingum.

Nýja reglan sem hér er nefnd „kaddýreglan“ segir að kylfusveinar megi ekki standa beint fyrir aftan kylfinga sína „þegar leikmaður tekur sér stöðu til að taka púttstroku og þar til púttstrokan er tekin.“

Leikmenn geta komið í veg fyrir vítið með því að bakka frá og byrja höggferil sinn aftur, nema þeir séu á flöt.

Í tilviki Li fékk hann 2 högga víti í Dubai þegar hann tók stöðu sína yfir stuttu fuglapútt rétt áður en kaddýinn hans færði sig til hliðar.

Denny McCarthy

Á PGA Tour í síðustu viki fékk McCarthy líka 2 högga víti eftir að kylfusveinn hans sást fyrir aftan hann þegar McCarthy fór í gegnum æfingasveiflur.

Vítið sem McCarthy fékk var afturkallað deginum á eftir eftir að haft var samband við yfirvöldin hjá golfstjórnsýslunni (USGA) og eftir að ákvörðun var tekin að hann hefði tekið stöðu aðeins yfir æfingarútínu sinni frekar en eiginlegu höggi.

Justin Thomas fannst það að McCarthy fékk víti fáranlegt og tvítaði:

This is ridiculous… the fact this is a penalty is mind blowing. @USGA this NEEDS to be changed ASAP… there is nothing about this rule that makes the game better

(Lausleg þýðing: „Þetta er fáránlegt … staðreyndin að þetta sé víti er fyrir ofan nokkurs skilning. @USGA þ.e. bandaríska golfsambandið VERÐUR að gera breytinga og það EINS FLJÓTT OG HÆGT ER … það er ekkert við þessa reglu sem gerir leikinn betri.“)

R&A og USGA létu frá sér fara í kjölfarið yfirlýsingu þar sem lofað var að settar yrðu fram „nauðsynlegar skýringar“ á nýju reglunni og hafa nú gefið út nýja útgáfu af reglunni, sem þeir telja „gefa leikmönnum meira tækifæri til að koma í veg fyrir brot.“

Sameiginleg yfirlýsing þar sem skýringin er sett fram var eftirfarandi:

“The purpose of Rule 10.2 is to reinforce the fundamental challenge of making a stroke and to limit the advice and other help a player may receive during a round.

“Rule 10.2b(4) ensures that aiming at the intended target is a challenge that the player must overcome alone. It states: ‘When a player begins taking a stance for the stroke and until the stroke is made, the player’s caddie must not deliberately stand in a location on or close to the player’s line of play behind the ball for any reason. If the player takes a stance in breach of this Rule, he or she cannot avoid penalty by backing away.

“Exception – Ball on Putting Green: When the player’s ball is on the putting green, there is no penalty under this Rule if the player backs away from the stance and does not begin to take the stance again until after the caddie has moved out of that location.

(Lausleg þýðing: „Tilgangur reglu 10.2 er að styrkja þá grundvallaráskorun að taka stroku/högg og takmarka  ráð og aðra hjálp sem leikmaður kann að fá á meðan á umferð stendur.

„Regla 10.2b (4) tryggir að það að miða á skotmarkið sé áskorun sem leikmaðurinn verður að sigrast á einn. Þar segir: „Þegar leikmaður byrjar að taka sér stöðu fyrir strokuna og þar til strokan er tekin, þá má kylfusveinn leikmannsins ekki viljandi standa á stað eða nálægt línu leikmannsins fyrir aftan boltann einhverra hluta vegna. Ef leikmaður tekur sér stöðu andstætt þessari reglu, þá getur hann eða hún ekki forðast víti með því að bakka í burtu.

„Undantekning – Bolti á flöt: Þegar bolti leikmanns er á flöt þá er ekkert víti skv. þessari reglu ef leikmaðurinn bakkar úr stöðunni og byrjar ekki að taka stöðuna aftur þar til kylfusveinninn hefir farið úr þessari stöðu.“)

„Þessar tvær skýringar má draga saman sem hér segir:

„Merkingin „byrjar að stöðu til að taka stroku“  Ef leikmaður bakkar úr stöðu, þá er leikmaðurinn ekki talinn hafa byrjað að „taka sér stöðu til að taka strokuna“. Þess vegna getur leikmaður nú baakkað úr stöðu sinni hvar sem er á vellinum og forðast brot á reglu 10.2b (4) ef kylfusveinninn hafði staðið bak við boltann.

„Dæmi um hvenær kylfusveinn er ekki ‘vísvitandi’ að standa á bak við boltann Þegar leikmaður byrjar að stöðu fyrir stroku: Eins og hún er skrifuð gildir reglan ekki ef kylfusveinninn er ekki vísvitandi að standa á bak við leikmann. Það er skýrt að hugtakið ‘vísvitandi’ krefst þess að kylfusveinn sé meðvitaður um að 1) leikmaðurinn sé byrjaður að taka sér stöðu fyrir strokuna og 2) að hann eða hún (kylfusveinninn) standi á eða nálægt framlengingu af línu leikmanns bak við boltann. Nokkur dæmi eru gefnar í skýringunni til að veita frekari leiðbeiningu.“

David Rickman, aðalframkvæmdastjóri stjórnsýslu hjá R&A, sagði: „Þessar skýringar eru hannaðar til að bæta regluna og gefa leikmönnum meira tækifæri til að koma í veg fyrir brot á meðan það er í samræmi við tilgang reglunnar.

Við gerum ráð fyrir að þetta krefjist þess að sumir leikmenn og kylfusveinar verði að aðlagast reglunni en við teljum að það almennt viðurkennt að það sé leikmaðurinn einn sem eigi að finna línu fyrir högg.“

Thomas Pagel, sem gegnir sömu stöðu og Rickman hjá bandaríska golfsambandinu bætti við: „Reynslan hefur kennt okkur að kynning á nýjum reglum krefjist þess að jafnvægi sé á þolinmæði og vilja til að bregðast hratt við þegar nauðsyn krefur.“

Með svo mörg mikilvægum breytingum á reglunum á þessu ári höfum við skuldbundið okkur til að bjóða upp á aðstoð, sem þarf til að auðvelda skilning og beitingu reglananna, án þess að taka frá áskorunum sem fylgja því að spila leikinn. Við þökkum öllum sem hafa tekið þátt í gerð þessara skýringa með okkur með þetta sama markmið í huga.