Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2014 | 22:15

Golfsvipmynd dagsins

Tiger Woods á sér dygga aðdáendur eins og glöggt má sjá á „heimaslóðum“ Tígursins í Doral, þar sem hann keppir á WGC Cadillac Championship.

Þessi þrjú voru hæstánægð með frábæran 3. hring nr. 1 á heimslistanum þar sem hann fékk 8 fugla og 2 skolla og kom sér í 4. sætið fyrir lokahringinn, sem þegar er hafinn nú í kvöld.

Tekst Tiger að verja titil sinn í kvöld?  Það væru a.m.k. 3 aðdáendur sem væru yfir sig ánægðir enda búnir að hvetja Tiger áfram!