Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2013 | 20:00

Golfútbúnaður: Áhugamaður hannaði „golfsveifluæfingabol“

Ray Rapcavage er fasteignasölumaður í Rumford New Jersey í Bandaríkjunum sem fékk hugmynd.

Ray er með 3 í forgjöf og var að æfa wedge-höggin sín í garðinum og sjankaði 3 högg í röð. Það var þá sem hann fékk hugmyndina.

Hann gramsaði í fatakörfunni sinni og fann alltof stóran bol sem hann dró yfir höfuð sitt með eina ermina fyrir framan sig og hina fyrir aftan. Síðan tróð hann báðum handleggjum í gegnum fremri ermina og var þá tilbúinn að slá.

„Ég var eins og vél. Þetta var frábært,“ segir hann.

Og þetta var upphafið að „golfsveifluæfingabolnum“ (ens.: Golf Swing Shirt) en sjá má allt nánar um bolinn hér: (www.golfswingshirt.com),

Golfsveifluæfingabolurinn er hjálpartæki sem ætlað er að halda handleggjum saman til þess að æfa samhæfni (ens. connectivity): þ.e. að halda líkamshlutum kylfings „í synci“ í gegnum golfsveifluna.

Allt þetta var snemma árs 2011. Ray sýndi vini sínum uppgötvunina, en sá sagði „Ray þú ert bilaður… og ofan á allt saman líturðu út eins og asni.“

En Ray gafst ekki upp fyrr en vinur hans hafði prófað uppfinninguna og sá varð síðan að viðurkenna að bolurinn hefði hjálpað honum.

Til að gera langa sögu stutta þróaði Ray Rapcavage hugmynd sína og núna tveimur árum síðar hefir hann hafið framleiðslu á bolunum og kostar stykkið $71 (u.þ.b. 9.000 íslenskar krónur). Þeir fást í 3 litum (appelsínugulum, svörtum og hvítum ….. og salan stoppar ekki.

Ray er búinn að selja þúsundir af nýja æfingabolnum og hefir m.a. fengið Pádraig Harrington til þess að auglýsa hann. Hann er mjög stoltur af því að enginn hefir hingað til skilað einum einasta bol.

Loks mætti nefna að Ray vísar mjög oft í  Ben Hogan en meðal hugmynda í golfkennslubók þessarar golfgoðsagnar var að halda yrði handleggjum og olnbogum saman í sveiflunni.

Golfsveifluæfingabolurinn (ens.: The Golf Swing Shirt) sýnir enn og aftur að sumar af frumlegustu hugmyndunum koma frá einstaklingum sem  detta niður á þær af tilviljun eins og Ray Rapcavage.