Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2012 | 09:00

Golfútbúnaður: Nýi Ping i20 dræverinn

Ping i20 línan er það nýjasta frá PING.  Í nýlegri auglýsingu fyrir nýja i20 PING dræverinn segir:
„Í Ping i20 drævernum kemur saman vinnanleiki, fyrirgefanleiki og lengd sem gerir kylfinginn fullkomnari og höggval hans fjölbreyttara.

Mattur, dökkur liturinn á  460cc Ping i20 drævernum grípur augað og dregur úr glampa og endurskini frá drævernum. PING hefir endurhannað yfirborð kylfuhöfuðsins til þess að gera það dýnamískt og draga úr líkum þess að kylfingar dragi boltann, auk þess sem áhersla er lögð á að skapa þær aðstæður sem auka kylfuhaushraðann og boltahröðunina.

Í i20 drævernum er þéttur  tungsten sóli og er þyngd komið fyrir aftan í sólanum  til að auka MOI kylfunnar og þyngdarpunkturinn hafður þannig að drævin nái langt með lágmarks spinni. Afgangurinn af kylfuhausnum er hannaður úr Ti 8-1-1. Þetta er léttari titaniumblanda, sem er ekki eins þétt og sem gerir það að verkum að PING getur staðsett þyngdina þannig að fyrirgefanleiki i20 dræversins er aukinn.

Hægt er að velja um 2 sköft á Ping i20 dræverin: PING TPC (skammst.: Tip, Flex, Control) 707D skaftið er hannað sérstaklega fyrir lágt spinn á lægri boltaferli. Léttara True Temper Project X Black skaftið býður upp á miðlungs spinn á hærri boltaferli.