Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2012 | 09:56

Golfútbúnaður: Nýi Nike VRS Covert Tour dræverinn

Nýi Nike VRS Covert Tour dræverinn var kynntur í gær …. sem listaverk. SMELLIÐ HÉR: 

Ein helsta nýjungin er að hægt er að breyta lofti dræversins úr 8,5° í 12° og eins kylfuandlitinu úr opnu í lokuðu.  Jafnframt er holrúm fyrir aftan höggflötinn líkt og er í járnum. Ennfremur á hann að geta framkallað mikinn sveifluhraða, eins og allir góðir dræverar og hljóðið í honum þykir einstaklega þægilegt.

Um nýja Nike VRS Covert Tour dræverinn sagði Tom Stites, yfirmaður hönnunarmála hjá Nike  m.a.: „Við höfum endurhugsað hvað frammistaða þýðir.“

Michelle Wie, sem er á samningi hjá Nike á aðeins eitt orð  um nýja dræverinn: „Djarfur.“

Til þess að sjá kynningarmyndskeið af nýja Nike VR Covert drævernum SMELLIÐ HÉR: 

Nýi Nike VRS Covert Tour dræverinn kemur á markað í febrúar 2013.