Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2013 | 10:30

Golfútbúnaður: Odyssey Versa pútterarnir

Ef miðið er rétt þá setjið þið fleiri pútt niður og ef þið setjið niður fleiri pútt þá eru líkur á því að þið séuð að miða rétt. Þess vegna er skynsamlegt að bæta mið kylfingsins og með þetta í huga hefir Odyssey komið fram með Versa línu sína af pútterum.

Odyssey hefir gert ítarlegar rannsóknir á miði og á neikvæðum áhrifum slæms miðs. Að pútta um 1° utan púttlínu getur valdið því að 4 metra pútt fer forgörðum. Nýju Versa pútterarnir byggja á því sem á ensku er nefnt  High Contrast Alignment System (þ.e. kerfi þar sem mikil áhersla á andstöður og mið).

Allir Versa pútterarnir koma í svörtu og hvítu, þ.e. miklum andtæðum í litavali, sem gerir horn púttersandlitsins greinilegra þegar miðað er, þegar pútterinn snertir kúluna og gegnum púttstrokuna.

Austie Rollinson, aðalhönnuður Odyssey Golf sagði: „Við höfðum að markmiði að hanna ákveðið og mjög virkt miðunarkerfi fyrir blað pútterana (ens. blade putter). Augu manna eru mjög næm fyrir andstæðum og mjög góð í flóknum verkefnum eins og að greina brúnir. Við notum báða þessa  eiginleika til þess að skapa mjög virka miðunar aðstoð sem hjálpar kylfingum að pútta stöðugra og sökkva fleiri púttum.“

En umfram það að bæta aðeins mið kylfingsins þá eru Odyssey Versa pútterarnir með nýja White Hot viðbót (ens.: insert). Endurhannaða viðbótin hefir verið uppfærð til þess að skapa stöðugra hljóð, tilfinningu og frammistöðu. Odyssey notaði nýja laservinnslutækni til þess að tryggja að nýju White Hot viðbæturnar féllu í lögun sinni að Versa 343 gramma púttershöfðunum.  Hver ný viðbót er sérstaklega hönnuð fyrir hvert einstakt pútters-módel.

Odyssey Versa pútterinn er fáanlegur í 13 mismunandi tegundum með 3 mismunandi víddum púttandlitsins (blade shape þ.e. #1, #1 Wide og #2) og með mismunandi lögun (#7, #9 og 2-ball). Módel #7 90 er með að framan og aftur, fremur en hliðar mið.

Odyssey Versa pútterarnir verða fáanlegir um miðjan mánuðinn (18. janúar 2013) og má sjá nánar með því að SMELLA HÉR: