Golfvellir á Spáni: í Cadíz nr. 1 – Montecastillo Barcelló Golf Resort.
Montecastillo Golf Club er eign Barceló Montecastillo Golf. Golfvöllur klúbbsins er 18 holu, er par-72, 6456 metra og hannaður af Jack Nicklaus…. og hann er uppáhaldsgolfvöllur Ragnhildar Sigurðardóttur.
Sjá yfirlitsmynd af golfvellinum hér:
Á golfvellinum fór Open Andalucia fram 1994, Turespaña Masters 1996, og eins hefir Volvo Masters verið haldið 5 ár í röð (á árunum 1997-2001) og eins fór lokamót Peugeot Tour fram þar (2001-2003).
Vallargjöld fara lækkandi eftir því hversu oft ætlunin er að spila völlinn. Hægt er að kaupa 1-2 skipta kort á €38 per dag; 3-4 skipti á €32 per dag, 5 dagar + á €28.
Ef ætlunin er að bóka hring áður en lagt er af stað í ferðina, þá má gera það með því að hringja í Montecastillo í síma: + 34 956-151213. Gott er að hafa símanúmerið, hvort sem ferðast er í hóp eða á eiginn vegum, m.a. ef kylfur gleymast eða ef þarf að fá aðstoð til að rata á völlinn o.s.frv. Faxið er: + 34 956-151214. Heimilisfang: Ctra.Arcos, km 6. Jerez de la Frontera. 11406 Cádiz.
Montecastillo golfvöllurinn er eitt af meistaraverkum Nicklaus, sem mann langar til að spila aftur og aftur. Völlurinn leynir á sér og byrjar nógu auðveldlega á par-4 1. brautinni, sem er 254 m af rauðum og 293 af gulum. Fremur auðveld braut… en svo er ekki um aðrar brautir t.a.m. par-4, 13 brautin er nokkuð snúin en fara verður yfir veg til að spila hana og hún liggur í hálfgerðum „dogleg“ og er metin 2. erfiðasta braut vallarins 340 metra af rauðum og 373 af gulum (a.m.k. er þessi í minningunni erfiðari en sú sem er metin erfiðust á vellinum par-5, 15. brautin, sem er fremur stutt og blátt áfram (354 af rauðum og 402 af gulum). Vatn kemur nokkuð við sögu á vellinum en að öðru leyti er þetta „smooth“ völlur. Sú braut sem er spes er líka 18. brautin en hún er 40 metra yfir sjávarmáli og flötin er umkringd vatni.
Það sem er einkennandi í fallegu umhverfinu er klúbbhúsið sem er í kastalabyggingu. Veitingastaðurinn er góður og þar er hægt að fá hefðbundna spænska tapas-rétti, sem eru einstaklega góðir og eins er hægt að kaupa staðalútbúnað kylfinga s.s. banana og nammilegar Jamón Serrano samlokur auk allra annarra hressinga. Síðan má líka snæða fínt ef vill, en staðurinn er í dýrari kantinum. Viðmót allra golfvallarstarfsmanna sem þeirra sem í klúbbhúsinu voru var einstaklega þægilegt og gott að allt gert til að láta kylfingum staðarins líða vel. Pro-shopið er uppfullt að girnilegu dóti handa kylfingum allt frá tíum og upp í heilu golfsettin og allt þar á milli og merkjaúrvalið mikið, en vinsælast eru kannski minnjagripir á borð við boli, peysur, vindjakka eða golfboltar með hinu fallega Montecastillo lógói á.
Montecastillo er draumagolfstaður allt frá vellíðunarþættinum til vallarins, sem er kóróna staðarins. Þetta er golfstaður sem manni langar alltaf að koma á aftur og aftur og aftur…
Hér er tengill inn á Montecastillo heimasíðuna þar sem m.a. má sjá nokkrar fallegar myndir af staðnum. Smella HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024