Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2012 | 21:50

Golfvellir í Cádiz á Spáni: Arcos Gardens Golf Club & Country Estate (nr. 3 af 3)

Arcos Golf & Garden Estate er hannað af Landmark, hönnuðum PGA West, Palm Beach Polo og Ocean golfvallarins á Kiawah eyju í Bandaríkjunum. Völlurinn er frábær skemmtun fyrir öll getustig í golfi allt frá atvinnumanninum til háforgjafaráhugamannsins í golfi.  Svo er hann undurfallegur, í 300 ára olífutrjálundi, með karóbtré, furur og suðræn blóm og runna um allt.

Það eru 5 teigastaðsetningar við hverja holu.  Um 107 sandglompur og vötn, sem koma við sögu reyna á nákvæmni kylfinga, þó að brautir séu fremur víðar.  Einkennisbraut vallarins er 16. brautin, þar sem er fallegt útsýni yfir hvíta bæinn, Arcos de la Frontiera (sjá mynd hér að neðan):

Útsýnið frá 16. flöt á Arcos

Til þess að sjá myndaseríu frá Arcos Gardens golfvellinum, smellið HÉR: 

Fyrir bókanir á Arcos Gardens, svítur eða annað, vinsamlegast hringið í Hörð Hinrik Arnarson hjá Heimsferðum í síma 618-4300 eða sendið vefpóst á sport@heimsferdir.is