Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2013 | 18:00

Golfvellir á Englandi: Waterfall og Kingfisher vellirnir á Mannings Heath – Myndskeið

Eins og lesendur Golf 1 hafa eflaust orðið varir við er hér til hægri á síðunni komin ný auglýsing frá GB ferðum og Icelandair en þar er verið að auglýsa vorferðir til vinsælla golfáfangastaða á Englandi.  Það þarf ekki annað en að „smella á“ auglýsinguna þá opnast inn á vefsíðu GB ferða þar sem fá má upplýsingar um 10 spennandi ferðir, sem í boði eru.

Nýr áfangastaður Icelandair er Gatwick og GB ferðir bjóða upp á 3 nýja gistimöguleika (á golfhótelum) á Gatwick svæðinu – Hægt er að bóka ferðirnar sem eru 4 daga í síma:  534-5000 eða á info@gbferdir.is. Hægt er að spila golf báða ferðadagana, sem er auðvitað mikilvægt þegar um svo stuttar ferðir er að ræða.

Í kvöld er ætlunin að líta aðeins nánar á  Mannings Heath, sem er alger draumastaður fyrir rómantíska golfara!!! Staðurinn er oft bókaður fyrir brúðkaupsveislur.  Golfvellirnir eru tveir og alveg framúrskarandi!  Sjá má myndskeið til kynningar á Mannings Heath með því að SMELLA HÉR:

Frá klúbbhúsi Mannings Heath

Frá klúbbhúsi Mannings Heath

Þetta eru tveir 18 holu golfvellir: Waterfall course og Kingfisher og má t.a.m. lesa sig til um sögu þeirra á heimasíðu Mannings Heath með því að SMELLA HÉR:

„Í lýsingu GB ferða á vellinum segir: „Vellirnir eru á 500 ekru skógi vaxinni landareign. Waterfall völlurinn sem er frá árinu 1905 og er rúmlega 6.100 metrar. Mikill hæðarmunur er á vellinum og einnig reynir mjög á nákvæmni í höggum. Völlurinn hefur verið valinn einn af 100 bestu völlum Englands.“   Sjá má myndir frá vellinum hér:

Frá Waterfall golfvelli Mannings Heath

Frá Waterfall golfvelli Mannings Heath

5. braut Waterfall golfvallar Mannings Heath

5. braut Waterfall golfvallar Mannings Heath er jafnframt einkennisbraut vallarins

Lokabrautin á Waterfall golfvelli Mannings Heath - erfið par-5 a kölluð Fuller

Lokabrautin (sú 18.) á Waterfall golfvelli Mannings Heath – erfið par-5 a kölluð Fullers

Kingfisher völlurinn er frá árinu 1996 er mjög fallegur völlur, sem situr ofar í landinu og því er þaðan mjög fallegt útsýni.

Frá Kingfisher golfvellinum

Frá Kingfisher golfvellinum

 

Gistimöguleikar tengdir Mannings Heath eru fjölbreyttir. South Lodge Hotel er fimm stjörnu sveitahótel í 5 mín akstursfjarlægð frá Mannings Heath Golf Club. Hótelið er glæsilegt í alla staði og er afar hlýlegt og smekklega innréttað. Á hótelinu eru tveir virkilega góðir veitingastaðir, the Camilia og the Pass sem skartar Michelin stjörnu. Þar er einnig bar sem er opinn allan sólarhringinn. Hótelið stendur á virðulegri 93 ekru landareign.

Akstursþjónusta er í boði fyrir þá sem vilja spila golfvellina tvo.

South Lodge

South Lodge

Þá er einnig hægt að gista í Fullers Cottage, sem er staðsett við hlið klúbbhússins. Húsið rúmar 11 gesti. Allur aðbúnaður og þjónusta er mjög góð í húsinu. Þar er geymsla fyrir golfkylfur, frítt þráðlaust net, sjónvarp, dvd spilari og garður fylgir húsinu. Veitingastaður er í klúbbhúsinu og bar, auk þess sem þar eru búningsklefar og gufubað, sem er í boði fyrir þá sem gista í Fullers Cottage.

Fullers kotið

Fullers kotið

Lokaniðurstaða: Stórgóðir golfvelllir, gæðahótel og þjónusta, stutt frá flugvelli. Nýtist þeim sem vilja fá sem mest út úr styttri ferð.

Verð:

Verð kr. 129.000,- á mann í tvíbýli. Innifalið: flug, flugvallarskattur,gisting í 3 nætur með morgunverði, 4×18 holur, aðgengi að heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins.

Dagsetningar:

14.-17.mars kr. 129.000,- á mann í tvíbýli.
21.-24.mars kr. 129.000,- á mann í tvíbýli.
28.-31.mars kr. 129.000,- á mann í tvíbýli.
04.-07.apríl kr. 129.000,- á mann í tvíbýli.
11.-14.apríl kr. 129.000,- á mann í tvíbýli.
18.-21.apríl kr. 129.000,- á mann í tvíbýli.
25.-28.apríl kr. 129.000,- á mann í tvíbýli.
02.-05.maí kr. 129.000,- á mann í tvíbýli.
09.-12.maí kr. 129.000,- á mann í tvíbýli.
16.-19.maí kr. 129.000,- á mann í tvíbýli.