Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2012 | 20:10

Golfvellir í Rússlandi (1. grein af 9): Agalarov golfvöllurinn í Novorizhskoye Shosse

Einn fallegasti 18-holu golfvöllurinn í Rússlandi er að sögn Agalarov, en Troon Golf sá um byggingu á honum, en þetta eru sömu aðilar og eru á bakvið Las Colinas, á Alicante, á Spáni.  Hönnuður Agalarov er Cal Olsen. Þetta er sannkallaður 5 stjörnu golfvöllur og sjá má myndir af honum HÉR: 

Frá Agalarov golfvellinum í Rússlandi.

Völlurinn er 40 km norð-vestur af Moskvu og byggður á 72 hektara landareign.Þetta er 6512 metra langur völlur með mikið af hundslöppum og vatn við næstum hverja braut. Golfvöllurinn er glænýr holur 10-18 opnuðu 2009 og seinni 9, árið 2010.

Á golfstaðnum eru öll hugsanleg þægindi 41 herbergja hótel, 3 veitingastaðir, tennisvellir bæði úti- og inni, körfubolta og fótboltavellir, keilusalur og sundlaug og heimsþekkta Sabun Nga Spa-ið.

Til þess að komast á heimasíðu Aglarov  til þess að lesa nánar um staðinn, smellið HÉR: