Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2012 | 21:30

Golfvellir í Rússlandi (7. grein af 9): Pestovo Golf & snekkjuklúbburinn

Árið 2005 opnaði Pestovo Golf og snekkjuklúbburinn nálægt Pestovskoye í úthverfi Moskvu. Þetta er keppnisvöllur og svo skrítið sem það er þá er hann með einstök einkenni linksara.

Frá Pestovo Golf & snekkjuklúbbnum í Moskvu

Golfvallararkítektinn er Englendingurinn Dave Thomas eða réttara sagt feðgarnir Dave og Paul Thomas. Um golfvöllinn sagði Dave: „Við reyndum að skapa krefjandi völl fyrir afrekskylfinga.  Ég trúi því að við höfum náð að skapa jafnvægi sem hvetur og fullnægir kröfur kylfinga af öllum getu- og hæfileikastigum.“

Völlurinn er 7000 yarda með víðar og langar brautir umgefinn miklum og heylíkum karga.  Flatirnar eru vel varðar af strategískt staðsettum sandglompum og vatnshindrunum. Völlurinn var hannaður nálægt uppistöðulóni á miklu, opnu svæði og vindur er nokkuð sem taka verður með í reikninginn þegar völlurinn er spilaður.  Úr lofti er völlurinn hannaður eins og 8 í laginu.

Loftmynd af Pestovo golfklúbbnum.

Að sögn er braut nr. 3, (sem er par-5 og 478 metra) eftirminnilegust hér.  Hún er í hundslöpp til vinstri, hönnuð sem 3 högga par-5. Drævið er beint inn á víðfeðma golfbrautina. Vandræðin sem hægt er að lenda í hér er ef drævið er ekki beint en þá lendir það í sandglompum þ.e.a.s. ef viðkomandi er högglangur.  Annað höggið verður að slá yfir nokkrar sandglompur í viðbót, agressívt til þess að „opna“ fyrir gott högg inn á flötina. Sandglompur verja flötina og sérlega erfitt er að slá inn á hana frá hægri. Það getur verið erfitt að nálgast pinnann og enginn skortur er á erfiðum pinnastaðsetningum.

Heimilisfang:

Fedoskino v. Ryumyancevo, Nikolskaya bygging nr.1

úthverfi Moskvu, Mytishi, 141052, Rússland

Sími: +7 495 739 20 20