Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2019 | 09:30

Gordon Brand Jr. látinn

Fyrrum Ryder Cup kylfingurinn Gordon Brand Jr. er látinn.

Brand var fæddur 19. ágúst 1958 og því 60 ára þegar hann lést.

Brand er þekktastur fyrir að hafa verið í Ryder Cup liði Evrópu 1987 og 1989 þegar sveit Evrópu sigraði.

Á 9. áratugnum spilaði Brand á Evróputúrnum og sigraði þar 8 sinnum.

Hann vann Greg Normann í Coral Classic 1982 – átti 3 högg á hann.

Brand byrjaði fyrir skemmstu á StaySure mótaröðinni (Öldungamótaröð Evrópu) en lesa mátti eftirfarandi á Twitter síðu mótaraðarinnar í morgun: „Við erum afar sorgmædd að heyra um andlát Gordon Brand Jr. Okkar dýpsta samúð er með fjölskyldu hans á þessari stund.“