GOS: Ölfussá er orðin hliðarvatnstorfæra á Svarfhólsvelli
Svarfhólsvöllur opnar formlega á morgun 5.mai með vorhreinsun og vallaropnunarmótinu.
Að því tilefni þá er best að upplýsa það að ákvörðun hefur verið tekin með að hætta með vallarmörk ( out of bounds) með fram Ölfusá.
Ölfusá hefur því verið breytt í hliðarvatnstorfæru ( rauðir hælar).
Með þessu vonum við að völlurinn verði ennþá skemmtilegri og muni flýta leik einnig.
Að öðruleiti er allt mjög gott að frétta af vellinum, völlurinn hefur aldrei komið eins vel undan vetri.
Við bendum félögum og gestum að skrá sig á rástíma og vonandi sjá við sem flesta um helgina og í sumar.
Hér fyrir neðan er regla um vatnstorfæru.
Vatnstorfæra ( regla 26)
Vatnstorfærur eru merktar með gulum hælum og hliðarvatnstorfærur með rauðum.
Þeir eru innan torfærurnar. Ef bolti liggur í eða er týndur í vatnstorfæru hefur leikmaður um að velja:
a. Að leika boltanum þar sem hann liggur.
b. Að slá höggið aftur ( frá sama stað) gegn vítishöggi.
c. Að, gegn einu vítishöggi, láta boltann falla handan við torfæruna, þannig að sá staður þar sem boltinn fór síðast yfir takmörkun hennar sé í beinni línu milli hans og holurnar. Leikmaður getur farið eins langt aftur og hann vill.
Ef um er að ræða hliðarvatnstorfæru getur leikmaður auk valkosta a , b og c:
d. Látið boltann falla, gegn einu vítishöggi, öðrum hvorum megin við hliðarvatnstorfæruna innan tveggja kylfulengdar frá þeim stað þar sem upphaflega boltinn fór síðast yfir takmörk hennar eða á mótsvarandi stað hinum meginn, jafnlangt frá holu.
Heimild: gosgolf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024