GOS: Svarfhólsvöllur stækkar
Í dag, 24. ágúst 2024, náðist merkur áfangi í sögu Golfklúbbs Selfoss, en þá stækkaði völlur félagsins, Svarfhólsvöllur, úr 9 holu golfvelli í 14 holu golfvöll.
Nýi hringurinn hefur tvisvar viðkomu á nýja svæðinu, fyrst á 2. og 3. braut, og aftur á holum 11-13.
Hér fyrir neðan er mynd af hinni nýju 12. braut, sem er par-3-hola meðfram Rauðalækjarós, þar sem samnefndur lækur rennur í Ölfusá. Brautin ber nafnið Rauðalækur.
Nýja 13. brautin heitir Móholt. Hér að neðan má sjá mynd af flöt brautarinnar, sem er svo sem sjá má stór og falleg. Myndin er af nýja svæðinu, frá 13. flöt í átt að Skiphól, þar sem 11. flöt og 12. teigur eru. Sjá má að vallarstarfsmenn voru í óða önn að slá brautir í dag.
Það var Edwin Roald, sem hafði yfirumsjón með breytingavinnu og hönnun á nýja 14. holu Svarfhólsvellinum.
Nú á eftir að bæta 4 holum við og þá er Svarfhólsvöllur orðinn 18 holu glæsivöllur!
Svo er bara að bruna á Selfoss og prófa nýju 14 holu herlegheitin, áður en vetur konungur skellur á!!!
Í aðalmyndaglugga: Ný 2. braut, Mómýri, sem er par-3-hola, allt að 142 m, með Ölfusá og Ingólfsfjall áberandi í bakgrunni.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024