GOS: Þjónustusamningur undirritaður milli Sveitarfélagsins Árborgar og Golfklúbbs Selfoss
Það var gríðalega stór dagur í sögu GOS þann 8.mai, þegar undirritaður var samningur á milli GOS og Árborg.
Tilgangur og helstu áherslur þessa samnings er lögð áhersla á mikilvægi þess öfluga íþrótta-, forvarnar- og félagsstarf sem fram fer innan Golfklúbbs Selfoss fyrir samfélagið í heild.
Til þess að félagið geti rækt hlutverk sitt styrkir Sveitafélagið Árborg félagið árlega með beinum og óbeinum fjárframlögum auk þess sem félagið tekur að sér fyrir sveitafélagið tiltekin afmörkuð verkefni gegn greiðslu.
Þessi samningur hjálpar einnig GOS við endurnýjun á vélum og getur GOS horft nú til framtíðar og stefnt á 18. holu golfvelli til framtíðar.
En stefna er tekin á að byrja á 12.holum og vinna sig í rólegaheitum í 18.holur
Samningurinn gildir frá 1.mai 2012 til ársloka 2022
Með þessum samningi tryggði GOS sér rekstrargrundvöll næstu ára og er því framtíðin virkilega björt hjá Golfklúbbi Selfoss.
Helstu ákvæði í samningi:
Meginstefna
- að sem flestir fái tækifæri til þátttöku í golfíþróttinni í samræmi við áhuga, vilja og getur, óháð efnahag, búsetu, kynþætti eða öðru leiti.
- að vinna að því að efla félagsnauð í samfélaginu og rækta einstakling.
- að búa golfíþróttafólki í Árborg góðar aðstæður til æfinga og keppni.
- að auka þáttöku almennings í golfíþróttinni.
- að stúlkur og drengir fái jöfn tækifæri til að stunda golfíþróttir.
Starfsemi félagsins.
- að skipulag og starfsemi Golfklúbb Selfoss eflist og verði til fyrirmyndar á landsvísu.
- að félagið sýni fjárhagslega ábyrð, góða fjármálastjórn og sjálfstæði í öllum störfum.
- að þátttaka og framganga félagsins, iðkendum og félagsmanna sé ávallt til fyrirmyndar og bæði félaginu og sveitafélaginu til sóma.
Barna og unglingastarf.
- að styðja við barna og unglingastarf í sveitafélaginu.
- að vinna gegn brottfalli ungmenna úr íþrótta- og félagsstarfi.
- að efla áhuga á golfíþróttinni þar sem minna er lagt upp úr keppni.
Afreksíþróttir.
- að Golfklúbbur Selfoss hafi á að skipa afreksmönnum á landsvísu
- að efla og styðja afreksmenn
- að starf meistaraflokka og afreksmanna skapi félaginu og sveitafélaginu jákvæða ímynd.
Heimild: gosgolf.is
Eyþór Arnalds formaður bæjarráðs, Ásta Stefánsdóttir framkvæmdarstjóri Árborgar, Jens Uwe Friðsriksson Gjaldkeri GOS og Hlynur Geir Hjartarson framkvæmdarstjóri GOS undirrituðu samninginn.
Mynd: Sigmundur hjá Sunnlenska fréttablaðinu.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024