Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2012 | 14:00

GOS & GHG: Ingunn Einarsdóttir var á besta skorinu í Opna Heimsferðarmótinu

Í gær, 16. júní, fór fram skemmtilegt opið golfmót þar sem fyrri 9 holur voru spilaðar á Svarfhólsvelli á Selfossi og seinni á Gufudalsvelli í Hveragerði.  Í verðlaun fyrir besta skor og 5 efstu sæti í punktakeppni voru glæsilegar peningafjárhæðir, sem gilda sem innborgun í golfferðir hjá ferðaskrifstofunni Heimsferðir. Þátttakendur að þessu sinni voru 72, þar af 12 konur.  Á besta skorinu í mótinu var einmitt ein af þeim 12 sem þátt tóku, Ingunn Einarsdóttir, GKG. Önnur úrslit urðu m.a. eftirfarandi:

Höggleikur kvenna:

Ingunn Einarsdóttir 72 högg.

Grímur Þórisson, GÓ. Mynd: Golf 1

Höggleikur karla:

Grímur Þórisson 74 högg eftir bráðabana við Guðmund Inga Einarsson.

 

Axel Óli Ægisson, GOS, sigraði punktakeppnina. Mynd: Í einkaeigu

Punktakeppni:

1. sæti Axel Óli Ægisson 40 punktar

2. sæti Sigurður R Óttarsson 40 punktar

3. sæti Ingunn Einarsdóttir 38 punktar

4. sæti Jóhann Kristján Birgisson 37 punktar

5. sæti Bárður Guðmundsson 37 punktar

 

Nándarverðlaun:

4. hola á Selfossi Vilhjálmur Andri Vilhjálmsson 54,4cm

9. hola í Hveragerði Auðunn Guðjónsson 2,90m