GR: Guðjón Petersen, Þorsteinn Guðmundsson, Rafn Stefán Rafnsson og Laufey Hauksdóttir sigruðu í Spanish Open
Spanish Open 2012 var haldið á Korpúlfsstaðavelli síðasta sunnudag, 26. ágúst 2012. Það voru 186 keppendur sem mættu til leiks í góða veðrið. Spiluð var punktakeppni í tveimur flokkum og veitt verðlaun fyrir besta skor og flesta punkta kvenna. Einungis var hægt að vinna verðlaun í einum flokki. Verðlaunin voru að venju vegleg.
Mótið var haldið til styrktar Stefáni Má Stefánssyni, Ólafi Má Sigurðssyni, Þórði Rafn Gissurarsyni og Arnari Snæ Hákonarsyni, sem munu taka þátt í úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina í haust.
Í punktakeppni 0-14,9 sigraði Guðjón Petersen, Golfklúbbi Ásatúns á 41 punkti. Í flokki 15-28 sigraði Þorsteinn Guðmundsson, á 39 punktum. Besta skor átti Rafn Stefán Rafnsson en hann spilaði á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari. Laufey Hauksdóttir, GKG, vann punktakeppni kvenna; var á 32 punktum.
Úrslit í Spanish Open 2012:
Punktakeppni 0-14,9:
1.sæti: Flug til Evrópu með Icelandair – Guðjón Petersen, GÁS, 41 punktur, (25,16)
2.sæti: 3ja mánaða kort í Laugar Spa – Magnús Rósinkranz Magnússon, GR, 40 punktar, (20,20)
3.sæti: Sony Xperia gsm sími frá Símanum – Davíð Örn Kjartansson, GKG, 38 punktar, (18,20)
Punktakeppni 15-28:
1.sæti: Flug til Evrópu með Icelandair – Þorsteinn Guðmundsson, GKG, 39 punktar, (20,19)
2.sæti: 3ja mánaða kort í Laugar Spa – Aldís Björg Arnardóttir, GO, 39 punktar, (23,16)
3.sæti: Sony Xperia gsm sími frá Símanum – Trausti Bragason, GK, 38 punktar, (20,18)
Þorsteinn var með fleiri punkta á seinni 9.
Besta skor:
1.sæti: Taylor Made RBZ driver frá Örninn Golf – Rafn Stefán Rafnsson, GO, 68 (-4)
2.sæti: Ping Anser pútter frá ÍSAM- Guðjón Henning Hilmarsson, GKG, 71 (-1)
3.sæti: Cobra standpoki frá Hole In One Sigurþór Jónsson, GOS, 73 (+1)
Fimm voru jafnir í 3.sæti en Sigurþór spilaði best á seinni 9 eða á tveimur höggum undir pari.
Flestir punktar kvenna:
Ecco kerrupoki frá Ecco – Laufey Hauksdóttir, GKG, 32 punktar
Næst holu:
3. hola: Ecco Street golfskór frá Ecco – Haukur Már Ólafsson, GKB, 2,56m
6. hola: Flug til Evrópu með Iceland Express – Ólafur Sigurjónsson, GR, 40cm
9. hola: Samsung Galaxy gsm sími frá Vodafone – Örn Baldursson, NK, 1,93m
13. hola: Flug til Evrópu með Iceland Express – Gísli Guðni Hall, GR, 1,48m
16. hola: Samsung Galaxy gsm sími frá Vodafone – Sigurður Sturla Bjarnason, GR, 1,19m
Næst holu í tveimur höggum á 12. holu:
Gjafabréf í Max 1 – Ólafur Sigurjónsson, GR, 1,52m
Lengsta drive:
4.braut: Kassi af próteinstöngum frá Fitness Sport – Magnús Lárusson, GKJ.
15. braut: Kassi af próteinstöngum frá Fitness Sport – Guðni Siemsen Guðmundsson, GK.
Þeir keppendur sem unnu til verðlauna en komust ekki í verðlaunaafhendingu geta vitjað þeirra í klúbbhúsi Korpúlfsstaðavallar.
Þau fyrirtæki sem styrktu Spanish Open 2012 voru eftirfarandi:
Lexus, Málning ehf, Eimskip, Wilkinson Sword, Epli.is, Ölgerðin, Securitas, Ferðaskrifstofan Vita, Vodafone Betra Bak, Trésmiðjan Jari, Icelandair Cargo, Icelandair, Fitness Sport, Örninn Golf, Laugar Spa, Íslensk/Ameríska, Iceland Express, Íslandsbanki, Hlöllabátar, Vátryggingarfélagið Vörður, Brimborg, Sparnaður, Subway, Hamborgarafabrikkan, Hátækni, Cross, Pro Golf, Góa, Golfbúðin Hafnarfirði, Ecco, GKB, Síminn, NK, Hole In One, GKG, Myndform og GK.
Heimild: grgolf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024