Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2021 | 18:00

GR: Inniæfingaaðstaða Korpu – hámarksfjöldi 50 manns

Á vefsíðu GR má lesa eftirfarandi tilkynningu: 

Í dag, miðvikudaginn 24. febrúar 2021 tóku nýjar og rýmri sóttvarnarreglur gildi og verður leyfilegur hámarksfjöldi í inniæfingaaðstöðu Korpu nú 50 manns. Áfram skal virða virða tveggja metra reglu á milli fólks, sé ekki hægt að tryggja hana skal nota grímur á meðan leikið er á æfingasvæðinu.

Stangir hafa sömuleiðis verið settar upp á púttsvæðinu en skulu félagsmenn áfram notast við eigin búnað – pútter, kylfur og golfbolta, þegar mætt er til æfinga. Mikilvægt er að þvo hendur með sápu og spritta bæði fyrir og eftir æfingu og er hægt að notast við þá sprittstanda og brúsa sem hefur verið komið fyrir á svæðinu.