Sie hatten die erste Abschlagzeit im Eröffnungturnier von Korpa. (Von links): Jón Gestur Jónsson, der Vorsitzende von dem Golf Club von Reykjavík (GR); Garðar Eyland Bárðarsson, Jón Ólafsson und der Anwalt Gestur Jónsson. Foto: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2013 | 23:59

GR: Jón Haukur, Patrekur og Gunnar Þór sigruðu á Opnunarmóti Korpunnar

Korpúlfsstaðavöllur var opnaður með formlegum hætti  í dag, laugardaginn 11. maí með Opnunarmóti Korpu.  Alls tóku 170 kylfingar þátt og léku í ágætis veðri á Korpúlfsstöðum. Keppt var í tveimur forgjafarflokkum, flokki 0-8,4 og flokki 8,5-36. Einnig voru veitt verðlaun fyrir besta skor og nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins. Korpúlfsstaðavöllur kemur mjög vel undan vetri og því spennandi tímar framundan.
Keppendur tóku einnig nýjum veitingamanni á Korpunni afar vel, en það er  Hörður Traustason úr Grafarholtinu.

Völlurinn er því formlega búinn að opna og er hægt að panta rástíma á golf.is

Úrslitin voru eftirfarandi:

Besta skor:  Jón Haukur Guðlaugsson – 73 högg

Forgjafarflokkur 0-8,4
1.  Patrekur Nordquist Ragnarsson, 39 punktar
2.  Björgvin Þorsteinsson, 38 punktar
3.  Sindri Þór Jónsson, 36 punktar

Forgjafarflokkur 8,5-36

1.  Gunnar Þór Gunnarsson, 40 punktar
2.  Ásmundur Atli Guðjónsson, 39 punktar
3.  Erling Adolf Ágústsson, 36 punktar (betri á seinni 9)

Nándarverðlaun:
3. braut: Eggert Kristján Kristmundsson: 2,95 m
6. braut: Jakob Gunnarsson 0,83 m
9. braut: Björgvin Þorsteinsson 2,19 m
13. braut: Birgir Bjarnason 0,67 m
16. braut: Ragnar Baldursson 2,25 m

Heimild: grgolf.is