Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2014 | 21:00

GR: Marólína best á 6. púttmóti GR-kvenna

Fyrir viku síðan fór fram 6. púttmót GR-kvenna.

Kvennanefnd GR sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu um mótið:

„Það voru nákvæmlega 96 GR konur sem létu sig hafa það að brjótast í gegnum veðurhaminn til að taka þátt í sjötta púttkvöldi GR kvenna. Þakkavert er að engin skyldi hafa farið sér að voða við að komast á milli bíls og húss, því norðanbálið gekk ofsafengið yfir Korpuna í kvöld.

Skorið var nokkuð jafnt að þessu sinni, voru margar okkar með góðan hring sem bættist við hina góðu hringina. Nú eru aðeins tvö kvöld eftir og spennan vitaskuld farin að magnast, aðeins munar fjórum höggum á fyrsta og áttunda sæti. Þær stöllur Svanhildur og Sigríður M. sem hafa til skiptis skipað forrystusætið í vetur eða verið þar jafnar að stigum urðu í kvöld að lúta í lægra haldi fyrir Marólínu sem nú leiðir keppnina með tveggja högga forrystu. Það verður afar spennandi að fylgjast með lokasprettinum, hver verður púttmeistari GR kvenna árið 2014? 

Og talandi um púttmeistara, takið frá laugardagskvöldið 8.mars nk en þá verður púttmeistari GR kvenna krýndur á veglegu skemmtikvöldi í Grafarholtinu. Nánar um það síðar.“

Hér er linkur á stöðuna eftir 6 púttmót hjá GR-konum  SMELLIÐ HÉR: