Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2011 | 17:00

GR: Opið haustmót n.k. sunnudag – Glæsileg verðlaun

Síðasta opna mót sumarins hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, Opna Haustmót GR fer fram á Grafarholtsvelli sunnudaginn 9. október. Mótið er styrktarmót fyrir karla- og kvennasveitir GR. Við bendum kylfingum á að ræst er út samtímis af öllum teigum kl.12:00, mæting kl.11:00.
Leikfyrikomulag mótsins er punktakeppni. Leikið er í tveimur flokkum. Flokki 0–8,4 og 8,5 og hærra. Hámarksforgjöf karla er gefin 24 og 28 hjá konum. Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sætin í hvorum flokki. Að auki verða veitt nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarsins og að auki verða veitt verðlaun fyrir lengsta upphafshögg á 3. braut og fyrir þann sem er næstur holu í þriðja höggi á 15. braut.ATH VEL:Ræst er út samtímis af öllum teigum kl.12:00, mæting kl.11:00.

Skráning hefst miðvikudaginn 5. október kl.13:00 á www.golf.is

Einnig bendum við kylfingum á að golfbílar eru bannaðir á Grafarholtsvelli.

Verðlaun:

Flokki 0–8,4:
1. sæti – Gjafabréf að verðmæti 20.000 kr. frá frá Iceland Express
2. sæti – Flug innanlands með Flugfélagi Íslands
3. sæti – Cleveland Wedge frá Örninn Golfverslun

Flokki 8,5–hærra:
1. sæti – Gjafabréf að verðmæti 20.000 kr. frá Iceland Express
2. sæti – Flug innanlands með Flugfélagi Íslands
3. sæti – Cleveland Wedge frá Örninn Golfverslun

Nándarverðlaun:
2. braut – Gjafabréf að verðmæti 20.000 kr.frá Iceland Express og ostakarfa frá Mjólkursamsölunni
6. braut – Gjafabréf að verðmæti 20.000 kr.frá Iceland Express og ostakarfa frá Mjólkursamsölunni
11. braut – Gjafabréf að verðmæti 20.000 kr.frá Iceland Express og ostakarfa frá Mjólkursamsölunni
17. braut – Gjafabréf að verðmæti 20.000 kr.frá Iceland Express og ostakarfa frá Mjólkursamsölunni

Önnur verðlaun:
Lengsta upphafshögg á 3. braut – Bjórkassi frá Ölgerðinni
Næstur holu í þriðja höggi á 15. braut – Bjórkassi frá Ölgerðinni

Allir keppendur fá V-SPORT nýja orkudrykkinn frá Ölgerðinni og að móti loknu býður Eimskip öllum keppendum uppá súpu.

Mótsgjald er 4.000 kr.

Heimild: grgolf.is