Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2013 | 14:30

GR: Ragnar Ólafsson efstur eftir 1. púttmót karla

Það var Ragnar Ólafsson sem sigraði á 1. púttmóti karla í GR, sem fram fór fimmtudaginn 17. janúar s.l.  Ragnar var á 56  púttum en alls eru spilaðar 2 x 18 holur.

Það voru 138 GR-ingar sem skemmtu sér vel í fyrsta púttmóti vetrarins, enda  mikil stemning fyrir mótinu.

Líkt og undanfarin ár er boðið upp á tvennskonar keppni: einstaklings- og liðakeppni, þar sem 3 pútterar skipa lið, þar sem allir spila 2 x 18 og skila síðan inn bestu 4 hringjum af 6.

Mótið stendur yfir í 10 vikur og 6 bestu skor af 10 telja.

Lokakvöldið verður 21. mars og verður verðlaunaafhending að loknu móti og einnig boðið uppá léttar veitingar að venju.

Helstu úrslit urðu eftirfarandi:

1. sæti Ragnar Ólafsson 56 pútt

2. sæti Svanþór Laxdal 57 pútt

3. -4. sæti Bjarni Gíslason 58 pútt

3.-. 4 sæti Þorfinnur Hannesson 58 pútt

5. sæti Þórður Axel Þórisson 59 pútt

6.-9. sæti Guðmundur Hallbergsson 60 pútt

6.-9. sæti Hannes G. Sigurðsson 60 pútt

6.-9. sæti Jóhann Halldór Sveinsson 60 pútt

6.-9. sæti Sigurjón Árni Ólafsson 60 pútt.

10.-12. sæti Kristinn Ólafsson 61 pútt

10.-12 sæti Sigurður I Hannesson 61 pútt

10.-12. sæti Rúdolf Nielsen 61 pútt

Sjá má stöðuna í heild með því að smella á linkinn: