GR: Snorri Páll Ólafsson ráðinn yfirþjálfari og Derrick Morre ungmennaleiðtogi
Snorri Páll Ólafsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari GR. Snorri hefur sinnt starfi ungmennaleiðtoga og komið að þjálfun barna, unglinga og afrekskylfinga í Golfklúbbi Reykjavíkur undanfarinn áratug og ætti að vera flestum iðkendum og foreldrum kunnugur. Nýtt starf snýr að því að halda utan um skipulag starfsins í heild, tryggja gott samskiptaflæði við foreldra og alla iðkendur í starfinu. Samhliða því mun Snorri sinna sérstaklega þjálfun meistaraflokka og afrekskylfinga GR.
Derrick Moore hefur um árabil verið einn af fremstu golfkennurum landsins og tekur, í sumar, við starfi ungmennaleiðtoga af Snorra. Það er mikill fengur að fá Derrick inn í þjálfarateymið en hann hefur fjórum sinnum hlotið titilinn PGA kennari ársins. Derrick er mörgum félögum GR kunnugur en hann hann sinnti kennslu meðlima, barna, unglinga og afrekskylfinga á árunum 1999–2006 við góðan orðstír. Derrick hefur komið að þjálfun margra afrekskylfinga í fremstu röð í gegnum árin, þeirra á meðal er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur úr GR. Derrick mun að mestu sinna þjálfun í barna- og unglingastarfinu ásamt David George Barnwell, yfirþjálfara barna og unglingastarfs GR og munu þeir félagar auk þess koma að þjálfun og ráðgjöf til afrekskylfinga GR.
Þeir Snorri, David og Derrick munu vinna náið saman að því að tryggja ungum kylfingum á öllum getustigum, ásamt afrekskylfingum klúbbsins, sem besta þjónustu og jákvætt umhverfi til iðkunar golfíþróttarinnar.
GR þakkar Inga Rúnari Gíslasyni, sem lét af störfum sem íþróttastjóri klúbbsins í byrjun árs, fyrir frábært starf og óskar honum velfarnaðar í nýjum verkefnum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024