Rory McIlroy og Graeme McDowell
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2012 | 11:00

Graeme McDowell vísar á bug staðhæfingum Nick Faldo að Rory muni eiga í vandræðum með skiptin frá Titleist í Nike

Nánasti vinur Rory McIlroy í golfinu, G-Mac þ.e. Graeme McDowell, lýsti því að vinur sinn Rory myndi ekki eiga í nokkrum vandræðum með að skipta úr Titleist í Nike, s.s. sexfaldur risamótameistari Sir Nick Faldo hefir gefið undir fótinn.

Graham McDowell sjálfur skipti 2010 frá Callaway í Cleveland/Srixon.

Skiptin hjá McDowell tókust vel og ólíkt því sem Faldo heldur fram sér hann engin vandkvæði á skiptum Rory frá Titleist í Nike.

Rory McIlroy og Graeme McDowell

„Sexfaldi risamótsmeistarinn (Sir Nick Faldo) ólst upp á tímabili þegar það var gríðarlegur munur á bestu samanborið við meðalgolfvöruframleiðendum og nú erum við að tala um golfvörufyrirtæki sem verja milljónum á milljónum ofan í R&D (þ.e. rannsóknir og þróun).“

„Það er verið að deila vitneskju miklu meira núna vegna þess að einn R&D gæinn, sem byrjar að vinna t.d. hjá Srixon skiptir kannski yfir til Nike og síðan svissar einn frá Titleist yfir til Callaway og það er í raun undravert hversu mikil vitneskja er skipt núna.“

„Þannig að ég er ósammála Sir Nick vegna þess að svo lengi sem gæinn fær góða samsetningu af dræver og bolta og gæinn er Rory sem er gífurlega hæfileikaríkur og er e.t.v. einn sá besti, þá ætti að vera allt í lagi.“

McDowell gaf líka í skyn að ástæður skiptanna væru ekki einungis fjárhagslegs eðlis.

„Þegar ég (McDowell) skipti var mikið af athugasemdum, en það eru ekki bara fjárhagslegu ástæðurnar (sem liggja að baki skiptunum) sem skipta máli, það myndi vera skammsýni að skipta um golfvörufyrirtæki vegna peninga,“ sagði hann.

„Það sem gert er á golfvellinum er miklu mikilvægara en það hversu mikinn pening þú græðir utan vallar.“

„Eftir því sem tímar líða gengur á peninginn og maður verður að halda áfram að skila góðum árangri á golfvellinum þannig að ég myndi aldrei fara til fyrirtækis sem hefði verri útbúnað, svo einfalt er það.“

„Þannig að sama við hvern Rory semur, það fyrirtæki mun verða fært að sjá honum fyrir útbúnaði af ákveðnu stigi en hann myndi aldrei fara þangað ef honum líkaði ekki við útbúnaðinn og hann héldi að hann gæti ekki keppt,“ sagði McDowell.

„Rory McIlroy er núna 23 ára og hann á eftir í 20 ár a.m.k. að reyna að sigra á risamótum og hann er ekki á þessu stigi að fara til verra fyrirtækis tæknilega séð.“

McDowell sér fyrir sér að Rory verði í framtíðinni drífandi kraftur rannsókna og þróunar golftækjaútbúnaðar hjá Nike.

„Tiger hefir lengi verið frammarlega hjá R&D teymi Nike og hjálpar og veitir ráðgjöf og ungur gæi eins og Rory sem veit allt um það um hvað nútímagolf snýst… getur svo sannarlega hjálpað Nike,“ sagði McDowell.

„En hann getur tekið forystuna í R&D af Tiger, allt eftir því hversu lengi Tiger verður hjá Nike og heldur áfram að keppa meðal þeirra fremstu.“

„Auðvitað hefir Tiger næstum eins síns liðs komið Nike þangað, sem það er statt núna á markaðnum, en það er mikið pláss fyrir þróun og þeir eru enn ekki að keppa við stærstu merkin á markaðnum eins og er. „

„En með Rory McIlroy og Tiger Woods þá hækkar verðmæti Nike og stigið sem þeir eru á.“

Heimild: Golf by Tour Miss