Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 26. 2020 | 14:00

Greg Norman á sjúkrahúsi með Covid-19 einkenni

Ástralski kylfingurinn Greg Norman lét fara frá sér fréttatilkynningu á jóladag um að hann hafi verið lagður á sjúkrahús með Covid-19.

Með tilkynningunni, þar sem sagði: „This sums it all up. My Christmas Day,“ (Lausleg íslensk þýðing: Þetta segir allt. Jóladagurinn minn) var mynd af Norman í sjúkrarúmi og grímu – Sjá mynd af Norman með því að SMELLA HÉR: 

Hinn 65 ára, fyrrum nr. 1 á heimslistanum, sem sigraði á Opna breska 1983 og 1986 sagðist hafa fengið neikvæða niðurstöðu úr Covid-19 prófi 22. des, en hann engu að síður væri hann með öll einkenni Covid.

Því var hann fyrst um sinn  í sóttkví á heimili sínu í Jupiter, Flórida og Jóladag kominn á spítala.

Hann sagði jafnfram að hann vildi „skilja vírusinn eftir að baki sér og aldrei upplifa hann aftur.“

Norman sagðist jafnframt vera með lágan hita, hósta, verki og höfuðverk.

Í síðust viku tók „hvíti hákarlinn“ sem Norman er oft kallaður þátt í PNC Championship með syni sínum Greg Jr. og urðu þeir feðgar T-9.