GS Íslandsmeistari golfklúbba 12 ára og yngri
Íslandsmót golfklúbba í aldursflokki 12 ára og yngri lauk í vikunni en þetta var þriðja skipti sem þetta stórskemmtilega mót er haldið. Fyrirkomulag mótsins er að hámark sex sveitir eru í deild og því leiknar fimm sinnum 9 holur. Leikið var eftir tveggja manna Texas scramble fyrirkomulagi að fyrirmynd PGA unglingagolfsins, en hver 9 holu leikur samanstóð þremur þriggja holna leikjum og gátu liðin því safnað mest sex vinningum (flöggum) í hverri viðureign.
Alls tóku 11 sveitir þátt sem er það mesta til þessa og skiptust liðin í tvær deildir eftir forgjöf, þ.e. fimm sveitir í Hvítu deildinni sem lék um Íslandsmeistaratitilinn, og fimm sveitir í Gulu deildina sem léku um deildameistaratitil.
Mótið heppnaðist mjög vel og var áberandi hvað leikgleðin var mikil hjá krökkunum. Skemmtu krakkar og aðstandendur sér mjög vel þessa þrjá daga sem mótið fór fram. Krakkarnir komu einstaklega vel fram og voru til algerrar fyrirmyndar á vellinum.
Leikið var fyrsta daginn hjá GKG í Mýrinni, annan daginn hjá GK á Sveinskotsvelli og loks lokadaginnhjá GR á Landinu á Korpúlfsstöðum. Að leik loknum var lokahóf og verðlaunaafhending.
Keppnin var gríðarlega spennandi og þurfti að nota fjölda vinninga til að skera úr um úrslit í báðum deildum. Annað árið í röð voru sveitir GKG og GS jafnar að stigum og gerðu jafntefli í sinni innbyrðis viðureign, og í annað skiptið féll sigurinn GS í skaut þar sem heildarfjöldi flagga var meiri hjá þeim.
Úrslit urðu eftirfarandi
Hvíta deildin
1. sæti GS – Fjóla Margrét Viðarsdóttir, Kári Siguringason, Viktor Vilmundarson, Snorri Rafn William Davíðsson, Skarphéðinn Óli Önnu Ingason
2. sæti GKG-1 – Benjamín Snær Valgarðsson, Guðjón Frans Halldórsson, Gunnar Þór Heimisson, Markús Marelsson, Snorri Hjaltason, Stefán Jökull Bragason
3. sæti GR-1 – Hjalti Kristján Hjaltason, Tryggvi Jónsson, Ingimar Jónasson, Pétur Ófeigur Bogason, Benedikt Líndal Heimisson, Heimir Krogh Haraldsson
Gula deildin
GR-2 – Þóra Sveinsdóttir, Elísabet Ólafsdóttir, Brynja Dís Viðarsdóttir, Margrét Jóna Eysteinsdóttir, Erna Steina Eysteinsdóttir, Ninna Þórey Björnsdóttir
GKG-2 – Elísabet Sunna Scheving, Eva Fanney Matthíasdóttir, Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, Helga Grímsdóttir, Rakel Eva Kristmannsdóttir, Þórunn Margrét Jónsdóttir
GO – Björn Breki Halldórsson, Arnar Daði Svavarsson, Arnar Heimir Gestsson, Arnar Ingi Elíasson, Óttar Örn Sigurðarson.
Í aðalmyndaglugga: Íslandsmeistarasveit GS á Íslandsmóti golfklúbba 12 ára og yngri
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024