GS: Sigurður Stefánsson fékk ás á Stigamóti 3 – Klúbbmeistarinn með nýtt vallarmet í Leirunni!
Stigamót 3 hjá GS fór fram í gær, 20. ágúst og tóku yfir 70 félagsmenn þátt að þessu sinni og voru margir að skila inn góðum hringjum.
Ingi Rafn William Davíðsson vann punktakeppnina á 42 punktum en Ingi verður 14 ára eftir 2 vikur.
Sveinn Andri Sigurpálsson gerði sér lítið og lék hringinn 7 höggum undir pari eða á 64 höggum sem er nýtt vallarmet af gulum teigum á Hólmsvelli.
Sigurður Stefánsson fór svo holu í höggi á 9.braut. Innilega til hamingju með ásinn!!!
Annars urðu helstu úrslit eftirfarandi:
Punktakeppni með forgjöf:
1. sæti: Ingi Rafn Davíðsson, – 42 punktar
2. sæti: Brynjar Steinn Jónsson – 40 punktar
3. sæti: Jón Jóhannsson – 39 punktar
Höggleikur án forgjafar:
1. sæti: Sveinn Andri Sigurpálsson – 64 högg
2. sæti: Logi Sigurðsson – 66 högg
3. sæti: Jón Jóhannsson – 71 högg
Nándarverðlaun:
9. braut: Sigurður Stefánsson 0 cm – hola í höggi
Stigamót 4 er á dagskrá nk. þriðjudag 27.ágúst og er nú þegar opið fyrir skráningu.
Í aðalmyndaglugga: Sveinn Andri Sigurpálssson, klúbbmeistari GS 2024, sem setti nýtt vallarmet í Leirunni 20. ágúst 2024 – 64 glæsihögg!!!
Í aðalmyndaglugga á facebook og hér inni í frétt: Sigurður Stefánsson, sem fékk ás – Golf 1 óskar honum aftur hjartanlega til hamingju með draumahöggið!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024