Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2019 | 14:00

GSE: Hreinsunardagur 1. maí 2019

Ella Reynis skrifaði gott fréttabréf fyrir vikunar 29. apríl – 5. maí fyrir Golfklúbb Setbergs (GSE), sem birtist á facebook síðu GSE. Í fréttabréfinu kom m.a. eftirfarandi fram:

Í dag, miðvikudaginn 1. maí var hreinsunardagur á Setbergsvelli. Vinnan hófst klukkan 11:00 og var unnið til klukkan 13:00. Eftir vinnuna var opnað inn á sumarflatir og var ræst út af öllum teigum samtímis. Þeir sem tóku þátt í vinnunni gengu fyrir.
Helstu verkefni á hreinsunardegi voru að:
• Tína rusl.
• Laga göngustíga.
• Jafna sand í glompum.
• Mála hæla og fleira.
Boðið var upp á pylsur og gos að vinnu lokinni.

Tvö öflug hreinsunarholl voru við vinnu á Setbergsvelli í dag og má sjá myndir af þeim í aðalmyndaglugga og hér fyrir neðan:

Annað sem er á dagskrá hjá Golfklúbbi Setbergs (GSE) er eftirfarandi:
Föstudagurinnn 3. maí 2019:
Reisugilli – golfmót – fjáröflun.
Eins og margir hafa tekið eftir þá er búið að byggja við skálann. Við ætlum að fagna þessu formlega með því að halda golfmót og reisugilli á föstudaginn. Í leiðinni ætlum við að safna fyrir nýjum stólum í skálann.
Ræst verður út af öllum teigum klukkan 16:30. Einn hringur á stóra vellinum og einn á litla vellinum. Punktakeppni með forgjöf (50% af forgjöf á litla vellinum). Skráning á www.golf.is. Opnað verður fyrir skráningu klukkan 20:00 í dag.
Þátttökugjald kr. 3.500. Innifalinn hamborgari að leik loknum.
Verðlaun verða í ódýrari kantinum þar sem þetta er söfnun. Eitthvað sem við fundum við tiltektina í vetur 🙂.
Önnur mál:
Afhending á pokamerkjum og kvittanir:
Því miður verða pokamerkin ekki komin á morgun. Þau verða vonandi komin fyrir lok vikunnar. Þeim sem hafa ekki gengið frá árgjaldinu eða vilja fá kvittun fyrir greiðslu árgjaldsins er bent á að hafa samband við Davíð Kristján Hreiðarsson (david@keilir.is) eða (felagaskra@gse.is) eða (5653360).
Ekki er heimilt að byrja að leika á vellinum fyrr en búið er að ganga frá greiðslu árgjaldsins.
Nýir félagar velkomnir.
Enn er laust fyrir nokkra félaga í klúbbinn. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Davíð Kristján Hreiðarsson (david@keilir.is) eða (felagaskra@gse.is) eða (5653360).
Vinavellir:
Gerðir hafa verið gagnkvæmir vinavallasamningar við eftirtalda golfklúbba:
• Golfklúbburinn Hellu: Félagar greiða 2.500 kr. vallargjald.
• Golfklúbbur Borgarness: Félagar fá 50% afslátt af vallargjaldi.
• Golfklúbbur Suðurnesja: Félagar greiða 1.500 kr. vallargjald.
Mótadagskrá:
Helstu mót í sumar (áskilinn er réttur til breytinga):
10. maí – vorfagnaður kvennanefndar.
29. maí – forkeppni bikars.
3. júní – skemmtimót – kvennamót.
22. júní – Jónsmessa.
3. – 7. júlí – meistaramót.
22. júlí – GS konur.
5. ágúst – Opna Setbergsmótið.
9. ágúst – fótboltamótið.
12. ágúst – innanfélagsmót.
14. september – bangsamót.
5. október – bændaglíma.
Bætt verður við miðvikudagsmótum eftir veðri og áhuga. Ef mót verður á miðvikudegi þá verður það auglýst á mánudegi. Fyrirkomulagið verður eins og áður, þ.e. að völlurinn verður ekki lokaður og félagar geta spilað án þess að taka þátt í viðkomandi miðvikudagsmóti.